Búseturéttaríbúðir:
Mánaðarlegt búsetugjald innifelur greiðslur vegna afborgana lána sem hvíla á íbúðinni, ásamt greiðslu á skyldutryggingum, fasteignagjöldum, hússjóði, þjónustugjaldi og framlagi í innri og ytri viðhaldssjóð. Íbúar greiða sjálfir rafmagn innan íbúðar, innbústryggingu og hita í sérbýli. Þá greiðir íbúi alltaf sjálfsábyrgð vegna tryggingatjóna.
Leiguíbúðir:
Mánaðarleg húsaleiga innifelur hússjóðsgjald og hita, nema í raðhúsunum. Íbúar greiða sjálfir rafmagn innan íbúðar og innbústryggingu.