Fréttir

Úthlutunarlisti endursöluíbúða nóv. 2017 Opið hús 20. nóv. milli kl. 17-18 í Smiðjuholti Ágústa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og

Fréttir

Úthlutunarlisti endursöluíbúða nóv. 2017

Alls voru þrjár íbúðir í boði nú í nóvember. Flestir sóttu um Þrastarásinn. Ein er laus áfram til umsóknar undir reglunni "Fyrstur kemur fyrstur fær". Efstu tveir á lista þurfa svo að mæta á skrifstofuna kl. 12:00 og staðfesta úthlutun sína. Hér er listinn. Lesa meira

Opið hús 20. nóv. milli kl. 17-18 í Smiðjuholti

Mánudaginn 20. nóvember verður opið hús í Einholti 8, jarðhæð (íb. 203) milli kl. 17-18. Til sölu eru íbúðir allt frá litlum tveggja herbergja upp í tveggja hæða sex herbergja „town-house“ á tveimur hæðum. Þá eru eftir sex þakíbúðir í ýmsum stærðum með eigin þakgarði. Allar íbúðirnar eru ýmist með þakverönd, sérafnotareit við garð eða svölum. Lesa meira

Ágústa Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem sölu- og markaðsstjóri Búseta.

Ágústa starfaði áður sem framkvæmdastjóri Klifsins og verkefnastjóri hjá Menntaklifinu. „Það er spennandi áskorun að taka þátt í öllum þeim spennandi verkefnum sem unnið er að hjá Búseta," segir Ágústa. „Menntun mín og reynsla, m.a. við þróun og rekstur Klifsins í Garðabæ á eftir að koma að góðum notum í þessu fjölbreytta starfi." Lesa meira

Opið hús nk. fimmtudag, 19. október, milli kl. 17 og 18

Enn eru óseldar um 40 af 204 íbúðum, sjá hér, af öllum stærðum og á mismunandi hæðum. Nú eru þær lausar til umsóknar og gildir reglan "Fyrstur kemur - fyrstur fær". Þetta þýðir að fyrsti umsækjandinn um lausa íbúð fær hana og er þá kominn í ferli sem leiðir til kaupa á búseturétti hjá félaginu. Til að gefa umsækjendum færi á að skoða innréttingar, gólfefni skipulag o.fl. verðum við með opið hús nk. fimmtudag, 19. október, milli kl. 17 og 18 í sýningaríbúð Einholti 8. Lesa meira

Sala á þriðja áfanga fór fram úr væntingum

Úthlutun íbúðanna í 3ja áfanga Smiðjuholtsins gekk mjög vel í gær og seldust um 30 íbúðir af 72. Á næstu 10 virkum dögum þurfa kaupendur og koma ganga frá samningi um kaupin. Einnig gefst þeim tækifæri á að koma á skoða sýningaríbúð í Einholti 8. Þriðjudaginn 17. október kl. 17-18. Lesa meira

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 520 5788 | Myndsendir: 533 5749
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Við tryggjum hjá

Skráðu þig á póstlistann hér