Fréttir

Úthlutunarlisti aprílmánaðar Niðurrekstur á súlum við Keilugranda 1-11 Ný sýningaríbúð í Smiðjuholti Úthlutunarlisti endursöluíbúða í janúar 2018

Fréttir

Úthlutunarlisti aprílmánaðar

Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í apríl. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína. Vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar er búið að taka nöfn félagsmanna út af úthlutunarlistanum, þannig að nú þurfa félagsmenn að muna númerið sitt til að finna út hvar í röðinni þeir eru. Númerið má finna á mínum síðum á heimasíðunni, þ.e. við innskráningu eins og þegar sótt er um íbúð. Lesa meira

Niðurrekstur á súlum við Keilugranda 1-11

Í vikunni hófst vinna við niðurrekstur á 266 súlum sem styrking undir sökkla fyrir komandi uppbyggingu við Keilugranda 1-11. Stefnt er að því að allar súlurnar verði niðurkomnar um miðjan apríl. Lesa meira

Ný sýningaríbúð í Smiðjuholti

Framkvæmdir við 3ja áfanga í Smiðjuholtinu ganga vel og höfum við nú útbúið nýja sýningaríbúð. Hún er 2ja herbergja og er í Einholti 6. Fimmtudaginn 8. mars milli kl. 16:30 og 17:30 verður opið hús í íbúðinni þar sem áhugasamir geta komið, skoðað og fræðst nánar um þær íbúðir sem eftir eru í áfanganum. Athugið að sýningaríbúðin er á þriðju hæð og lyftan ekki komin í gagnið. Einnig viljum við benda á að þetta er byggingarsvæði, framkvæmdir í fullum gangi og gæta þarf fyllstu varúðar, því er ekki æskileg að taka börn með í skoðunarferðina. Lesa meira

Úthlutunarlisti endursöluíbúða í janúar 2018

Alls voru 4 íbúðir í boði nú í janúar. Flestir sóttu um Laugaveginn. Enn eru tveir endursöluréttir óseldir í Þverholti 21, nú undir reglunni "fyrstur kemur - fyrstur fær" Efstu tveir á lista þurfa að mæta á skrifstofuna kl. 12:00 og staðfesta úthlutun sína. Hér er listinn. Lesa meira

Félagsgjaldið 2018

Þessa dagana munu félagsmenn Búseta fá kröfur, í heimabanka og greiðsluseðla, vegna árgjaldsins 2018. Gjaldið er kr. 5.500.- fyrir alla nema börn undir 18 ára aldri þá er það kr. 2.500.-. Árgjaldinu verður bætt skv. venju ofan á búsetugjaldið í febrúar hjá rétthöfum. Athugið að ekki eru sendir greiðsluseðlar til þeirra félagsmanna sem búa erlendis. Þeir geta haft samband við skrifstofu og greitt með símgreiðslu á kreditkorti. Lesa meira

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Við tryggjum hjá

Skráðu þig á póstlistann hér