Fréttir

Úthlutunarlisti júnímánaðar Samið við Alverk um byggingu húsa við Keilugranda 1-11 Vel heppnaður aðalfundur Búseta 2018 Úthlutunarlisti maímánaðar

Fréttir

Úthlutunarlisti júnímánaðar

Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í júní. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína. Vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar er búið að taka nöfn félagsmanna út af úthlutunarlistanum, þannig að nú þurfa félagsmenn að muna númerið sitt til að finna út hvar í röðinni þeir eru. Númerið má finna á mínum síðum á heimasíðunni, þ.e. við innskráningu eins og þegar sótt er um íbúð. Lesa meira

Samið við Alverk um byggingu húsa við Keilugranda 1-11

Skrifað var undir samning milli Búseta og Alverks í vikunni. Samningurinn er um byggingu fyrsta áfanga húsanna við Keilugranda 1 – 11 í Reykjavík. Þegar er þó ákveðnum áfanga lokið hvað grundun húsanna varðar, en Ístak hefur lokið við niðurrekstur á 266 forsteyptum súlum sem húsin munu hvíla á. Gert er ráð fyrir að sala íbúða við Keilugranda hefjist í ágúst 2019 að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar um mitt ár 2020. Lesa meira

Vel heppnaður aðalfundur Búseta 2018

Aðalfundur 2018
Aðalfundur Búseta var haldinn 17. maí sl. á Grand Hótel. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir ársreikning félagsins og fram fór kynning á framtíðarverkefnum félagsins. Jón Ögmundsson stjórnarformaður var endurkjörinn ásamt stjórnarmönnunum Jóni Hreinssyni og Finni Sigurðssyni. Þá var varastjórnarmaðurinn Hildur Mósesdóttir jafnframt endurkjörin. Lesa meira

Úthlutunarlisti maímánaðar

Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í maí. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína. Vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar er búið að taka nöfn félagsmanna út af úthlutunarlistanum, þannig að nú þurfa félagsmenn að muna númerið sitt til að finna út hvar í röðinni þeir eru. Númerið má finna á mínum síðum á heimasíðunni, þ.e. við innskráningu eins og þegar sótt er um íbúð. Lesa meira

Eldvarnir og öryggi

Búseti hefur í samvinnu við Eldvarnabandalagið hvatt íbúa til að fara yfir eldvarnir á heimilum sínum og gera úrbætur eftir þörfum. Með sameiginlegu bréfi Búseta og Eldvarnabandalagsins til íbúa fylgir handbók um eldvarnir heimilisins og rafhlaða sem passar í flestar gerðir reykskynjara. Lesa meira

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Við tryggjum hjá

Skráðu þig á póstlistann hér