Fréttir

Úthlutunarlisti septembermánaðar Dvergholtsíbúðin - hætt við sölu Teikningar af íbúðum í 3ja áfanga Smiðjuholts komnar á vefinn Bjarni Þór Þórólfsson

Fréttir

Úthlutunarlisti septembermánaðar

Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í september. Allst komu 83 umsóknir í 3 íbúðir. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Efstu tveir á listanum verða að mæta til að staðfesta úthlutun sína. Lesa meira

Dvergholtsíbúðin - hætt við sölu

Búið er að draga til baka sölumeðferð á Dvergholtsíbúðinni sem auglýst var nú í september. Hún verður því ekki til úthlutunar. Lesa meira

Teikningar af íbúðum í 3ja áfanga Smiðjuholts komnar á vefinn

Þriðji og síðasti áfangi Smiðjuholtsins með 84 íbúðum verður auglýstur 25. september nk. og verður umsóknarfrestur til 10. október kl.16. Úthlutun fer svo fram 11. október. Verðlistar verða birtir í vikunni fyrir auglýsingu. Ef þú vilt fylgjast með getur þú skráð þig á póstlista Búseta HÉR. Stefnt er á afhendingu íbúða á tímabilinu maí-júlí 2018. Þangað til sala hefst getur þú nálgast teikningar af íbúðuunum HÉR Lesa meira

Bjarni Þór Þórólfsson ráðinn framkvæmdastjóri Búseta

Bjarni Þór Þórólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Búseta og Leigufélags Búseta. Bjarni er með M.Sc. gráðu í rekstrarhagfræði frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Ríkisháskólanum í Kaliforníu. Bjarni hefur viðamikla stjórnunarreynslu. Hann hefur starfað sem stjórnandi á sviði fjármálamarkaða, hugbúnaðargeira og fasteignageira. Undanfarin fjögur ár hefur Bjarni verið framkvæmdastjóri Leigufélagsins Kletts. Bjarni hefur átt sæti í nefndum, starfshópum og stjórnum á vegum fyrirtækja, félaga og stofnana. Hann hefur einnig stundað kennslu á háskólastigi. Sambýliskona Bjarna er Hrefna S. Briem forstöðumaður hjá Háskólanum í Reykjavík. Gísli Örn Bjarnhéðinsson, sem nú lætur af störfum, hefur verið framkvæmdarstjóri frá árinu 2006 og stjórnarmaður frá 2001 til 2006. Um leið og Gísla er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi er honum þakkað fyrir afar góð störf í þágu félagsins á undanförnum árum. Lesa meira

Sterkt lánshæfismat Búseta staðfest

Lánshæfisfyrirtækið Reitun hefur nú gefið út lánshæfismat fyrir Búseta. Í umsögn um félagið segir meðal annars. „Mat Reitunar á lánshæfi Búseta er i.AA3 með stöðugum horfum. Fjárhagsstaða félagsins er traust, áætlanir stjórnenda hafa gengið eftir, eftirspurn eftir eignum er góð og endurfjármögnun á markaði gekk vel“ Niðurstaðan er gleðiefni og staðfesting á góðri stöðu félagsins og árangri. Það er mikilvægt að félagsmenn og ekki síst búseturétthafar viti og getir treyst á sterkt félag. Þannig byggjum við undir þann rauða þráð sem á að stýra starfsemi félagsins að stuðla að frelsi íbúa, öryggi og framsýni. Hér má sjá sjá skýrsluna. Lesa meira

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 520 5788 | Myndsendir: 533 5749
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Við tryggjum hjá

Skráðu þig á póstlistann hér