Fréttir

Úthlutunarlisti októbermánaðar Vanur smiður óskast Villa í septemberauglýsingu félagsins Austurkór 90 - 301, hætt við söluferli. SUMARLOKUN SKRIFSTOFU frá

Fréttir

Úthlutunarlisti októbermánaðar

Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í október. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína. Vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar er búið að taka nöfn félagsmanna út af úthlutunarlistanum, þannig að nú þurfa félagsmenn að muna númerið sitt til að finna út hvar í röðinni þeir eru. Númerið má finna á mínum síðum á heimasíðunni, þ.e. við innskráningu eins og þegar sótt er um íbúð. Lesa meira

Vanur smiður óskast

Búseti leitar að reynslumiklum og lausnamiðuðum smiði. Viðkomandi verður að geta unnið sjálfstætt og tekið ákvarðanir á verkstað um leið og viðmiðum Búseta er fylgt. Til greina kemur að ráða aðila með annars konar iðnmenntun. Búseti er húsnæðissamvinnufélag sem leggur upp úr góðu viðhaldi þeirra u.þ.b. 1.000 fasteigna sem félagið rekur. Verkefnin eru afar fjölbreytt og góður starfsandi ríkir. Viðkomandi mun tilheyra fjögurra manna teymi sem saman leitar hagkvæmra leiða hvað varðar viðhald og endurbætur. Lögð er áhersla á vönduð vinnubrögð og langtímahugsun þegar kemur að viðhaldi fasteigna Búseta. Um er að ræða 100% framtíðarstarf á höfuðborgarsvæðinu hjá rótgrónu og traustu félagi. Áhugasamir sendi tölvupóst með ferilskrá til Einars Guðmannssonar forstöðumanns viðhaldsdeildar. Tölvupóstur, [email protected] Umsóknarfrestur er til og með 23. september nk. Lesa meira

Villa í septemberauglýsingu félagsins

Meinleg villa slæddist inn í Fréttablaðsauglýsinguna okkar nú í september. Íbúðin á Kristnibraut 67 er sögð 4ra herbergja en er í raun 3ja. Beðist er velvirðingar á þessu. Lesa meira

Austurkór 90 - 301, hætt við söluferli.

Seljandi á búseturétti í Austurkór 90-301 hefur tekið hann úr söluferli. En samkvæmt reglum félagsins má hætta við söluferli búseturéttar fram að úthlutun hans. Lesa meira

SUMARLOKUN SKRIFSTOFU frá og með 16 júlí og til og með 6. ágúst

Skrifstofa Búseta fer í sína árlegu lokun frá og með 16 júlí og til og með 6. ágúst 2018 Engin auglýsing verður því í júlí en sú næsta verður mánudaginn 13. ágúst. Úthlutunin mun svo fara fram þann 22. sama mánaðar.. Enn eru eftir íbúðir af nokkrum stærðum í 3. áfanga Smiðjuholti. Þar er hægt að sækja um undir reglunni fyrstur kemur fyrstur fær. Lesa meira

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Við tryggjum hjá

Skráðu þig á póstlistann hér