Búseti byggir 20 íbúðir í Fossvogi

Búseti byggir 20 íbúðir í Fossvogi Búseti er nú að hefja byggingu á 20 íbúða fjölbýlishúsi við Skógarveg 16 í Fossvogi. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Fréttir

Búseti byggir 20 íbúðir í Fossvogi

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, fram­kvæmda­stjóri Búseta, tóku í gær fyrstu skóflustunguna  að 20 íbúða fjölbýlishúsi Búseta við Skógarveg 16 í Fossvogi.

 Framkvæmdir hefjast á næstu vikum og gert er ráð fyrir að þeim verði lokið innan tveggja ára, seinni hluta árs 2019. Allar íbúðir eru með inngang frá svalagangi sem er aflokaður að hluta og með stæði í bílageymslu. Lyfta tengir bílakjallara við efri hæðir hússins. Í húsinu verða 11 tveggja herbergja íbúðir og 9 þriggja herbergja. Aðal­hönnuður er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt.

„Við hjá Búseta erum ánægð að hefja nú byggingu á vel hönnuðu fjölbýlishúsi sem hentar breiðum hópi fólks og er staðsett á þessum eftirsótta og glæsilega stað í Fossvogi.“ seg­ir Bjarni Þór Þórólfsson, fram­kvæmda­stjóri Búseta.

Búseti er að klára byggingu 84 íbúða í síðasta áfanga svokallaðs Smiðjuholts, við Þverholt og Einholt, auk raðhúsa við Ísleifsgötu. Meðal annarra byggingaverkefna sem framundan eru hjá Búseta er bygging 78 íbúða við Keilugranda og bygging 72 íbúða við Ársskóga. Þá hefur félagið fengið vilyrði fyrir byggingarétti í Úlfarsárdal og í Bryggjuhverfi þar sem Björgun hefur verið með starfsemi. 

Hér má sjá frétt um Skógarveginn á mbl og á vef Reykjavíkurborgar


Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Skráðu þig á póstlistann hér