Nýbyggingar í vinnslu

Búseti vinnur á hverjum tíma að uppbyggingu nýrra íbúða fyrir félagsmenn. Um þessar mundir eru nokkrir uppbyggingarreitir í vinnslu.  Á svokölluðum

Uppbygging nýrra búseturéttaríbúða í fullum gangi

Búseti vinnur á hverjum tíma að uppbyggingu nýrra íbúða fyrir félagsmenn. Um þessar mundir eru nokkrir uppbyggingarreitir í vinnslu. 

Á svokölluðum Smiðjuholtsreit við Einholt og Þverholt í Reykjavík er búið að byggja og úthluta 120 íbúðum, var það gert í tveimur áföngum árin 2016 og 2017.  Þriðji áfanginn fer í sölu seinni part september 2017.  Þar er um að ræða 70 íbúðir stúdíó, 2ja, 3ja, 4ra og 6 herbergja af nokkrum gerðum.  Nánari upplýsingar og sölugögn munu birtast hér á vefnum í ágúst og september 2017.  Áætlaðar afhendingar á íbúðunum eru á 2. og 3. ársfjórðungi 2018.

Sölu er lokið á búseturéttum í raðhúsum við Ísleifsgötu í Reykjavík en þar var um að ræða 18 raðhús með eða án bílskúrs.

Við Keilugranda í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við 78 íbúðir í mismunandi húsum.  Íbúðirnar verða allt frá studíó upp í 5 herbergja. Teikningar og frekari upplýsingar munu birtast hér innan skamms en stefnt er á að fyrstu íbúðir verði afhentar árið 2019.

Við Skógarveg í Reykjavík er unnið að undirbúningi 20 íbúða fjölbýlis með 2ja og 3ja herbergja íbúðum.

       

 

Búseti

Síðumúla 10 | 108 Reykjavík
Sími: 556 1000 
Netfang: buseti [hja] buseti.is
Opnunartími: 10:00 - 16:00

Við tryggjum hjá

Skráðu þig á póstlistann hér