Búseti í hnotskurn

Hvað viltu vita um Búseta?

Félagsaðild í Búseta er öllum opin, óháð aldri eða búsetu. Með því að gerast félagsmaður í Búseta átt þú möguleika á fjölbreyttu úrvali íbúða á höfuðborgarsvæðinu

Nánar um félagsaðild

Allir félagsmenn 18 ára og eldri geta boðið í búseturétti. Lausir búseturéttir eru auglýstir fyrsta virka mánudag hvers mánaðar í Fréttablaðinu og á vef Búseta undir íbúðir. Hægt er að skrá sig á póstlista- link til að fá fréttir af lausum íbúðum. Ekki þarf að að fara í greiðslumat til að kaupa búseturétt.

Nánar um kaup á búseturétti

Búseturéttarhafar greiða mánaðarlegt búsetugjald sem samanstendur af fjármögnun íbúðar, rekstrarkostnað.

Nánar um Greiðslur og framtal, vaxtabætur, íbúðir með tekjumarki og ráðstöfun séreignarsparnaðar.

Í húsum Búseta eru starfrækt húsfélög og eru þau kölluð búsetufélög. Búsetufélögin kjósa sér stjórn, setja sér reglur og bera ábyrgð á rekstri félagins. Helstu verkefni snúa að umsjón með sameign, svo sem stigahúsi, lóð, bílaplani o.s.frv.

Nánar um búsetufélög

Eitt af markmiðum Búseta er að sinna vel viðhaldi íbúða sinna og sýna fyrirhyggju. Í stórum dráttum skiptist viðhaldsábyrgð í þrennt:

  • Búseti (móðurfélag) ber ábyrgð á ytra viðhaldi.
  • Búseturéttarhafi (íbúi) ber ábyrgð á innra viðhaldi íbúðar.
  • Búsetufélag (húsfélag) ber ábyrgð á lóð og sameign.

Nánar um viðhald og endurbætur

Búseti sér um skyldutryggingar húsanna, þ.e. bruna- og húseigendatryggingar. Þær eru hjá TM. Íbúar sjá sjálfir um heimilis- og/eða innbústryggingar.

Ef tjón verður er mikilvægt að bregðast strax við og tilkynna það TM í síma 515-2000 eða 800-6700. Einnig skal hafa samband við skrifstofu.
Nánar um tjón og tryggingar

Búsetusamningur er óuppsegjanlegur af hálfu félagsins. En óski búseturéttarhafi eftir að selja búseturétt sinn þá hefur hann samband við skrifstofu Búseta sem annast söluna.

Nánar um sölu á búseturétti