Meðfram lykilhlutverki í öllu daglegu lífi skipa samgöngur stóran sess í þeirri samfélagslegu ábyrgð sem Búseti mótar sér. Sjálfbærir og virkir samgöngumátar eru aðkallandi á forsendum umhverfisins en hafa einnig umtalsverð félagsleg og heilsufarsleg áhrif.
Það er Búseta sem fyrirtæki mikilvægt að vera samfélaginu fyrirmynd í samgöngumálum en ekki síður mikilvægt gagnvart baklandi sínu í íbúðum Búseta víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið. Búseti leggur á það áherslu að hönnun á húsnæðisuppbyggingu félagsins á komandi árum sé til þess fallin að hvetja til virkra og sjálfbærra samgöngumáta.
Búseti hvetur sitt starfsfólk til þess að:
Starfsfólk Búseta er hvatt til þess að nota sjálfbæra samgöngumáta til fundarsóknar utan vinnustaðar en samhliða því þarf Viðhaldsdeild Búseta á degi hverjum að sinna verkefnum víðsvegar um Höfuðborgarsvæðið – félagið kappkostar að nýta hverja ferð vel til að lágmarka akstur. Verktakar á vegum Búseta verði einnig upplýstir um samgöngustefnu félagsins og hvattir til að setja sér sambærilega stefnu. Þá er einnig markmið Búseta að bílafloti félagsins verði rafvæddur að öllu leyti árið 2025 og að bjóða starfsfólki upp á minni háttar rafknúið samgöngutæki til ferða á vinnutíma.