Viðskiptabanki Búseta er Landsbankinn. Hjá bankanum bjóðast sérkjör fyrir félagsmenn þegar fjárfest er í búseturéttum.
Upplýsingar um lán
Útibú Landsbankans í Borgartúni 33 sér um allt sem viðkemur lánveitingunni. Sími þar er 410 4000.
Tengiliðir eru Björk Pálsdóttir, Ósk L. Heimisdóttir, Rúnar T. Reynisson og Sindri F. Eiðsson.
Lánið er háð lánareglum Landsbankans og er veitt að undangengnu greiðslumati bankans.
Lánið getur verið allt að 50% af búseturétti, hámarksupphæð láns er tilgreind í auglýsingu.
Lánstími er allt að 10 ár og miðað er við jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.
Lánið er með breytilegum vöxtum samkvæmt kjörvaxtaflokki 0 (kjörvextir án álags) samkvæmt vaxtatöflu Landsbankans á hverjum tíma sem aðgengileg er á www.landsbankinn.is.
Lántökugjald er 1,7%, ekkert stimpilgjald. Ekki er lánað fyrir kostnaði.
Hægt er að borga inn á lánið og greiða það upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds.
Möguleiki er á því að færa lánið á milli búseturétta en það er alltaf gert upp við flutning úr kerfinu.
Farið er fram á greiðslumat lántakanda og Búseti áskilur sér rétt á að athuga lánshæfi viðkomandi með tilliti til greiðsluhæfi og sögu.
Kostnaður vegna greiðslumats er kr. 5.500.-
Skrifstofan sendir bankanum upplýsingar um úthlutun þína en þú sækir svo sjálf/ur um greiðslumatið á heimasíðu bankans.
Fyrsti gjalddagi er samkomulagsatriði við bankann.