Lánamöguleikar

Viðskiptabanki Búseta er Landsbankinn. Hjá bankanum bjóðast sérkjör fyrir félagsmenn þegar fjárfest er í búseturéttum.

Upplýsingar um lán

 • Útibú Landsbankans í Borgartúni 33 sér um allt sem viðkemur lánveitingunni. Sími þar er 410 4000.
 • Tengiliðir eru Björk Pálsdóttir, Ósk L. Heimisdóttir, Rúnar T. Reynisson og Sindri F. Eiðsson.
 • Lánið er háð lánareglum Landsbankans og er veitt að undangengnu greiðslumati bankans.
 • Lánið getur verið allt að 50% af búseturétti, hámarksupphæð láns er tilgreind í auglýsingu.
 • Lánstími er allt að 10 ár og miðað er við jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.
 • Lánið er með breytilegum vöxtum samkvæmt kjörvaxtaflokki 0 (kjörvextir án álags) samkvæmt vaxtatöflu Landsbankans á hverjum tíma sem aðgengileg er á www.landsbankinn.is.
 • Lántökugjald er 1,7%, ekkert stimpilgjald. Ekki er lánað fyrir kostnaði.
 • Hægt er að borga inn á lánið og greiða það upp hvenær sem er án uppgreiðslugjalds.
 • Möguleiki er á því að færa lánið á milli búseturétta en það er alltaf gert upp við flutning úr kerfinu.
 • Farið er fram á greiðslumat lántakanda og Búseti áskilur sér rétt á að athuga lánshæfi viðkomandi með tilliti til greiðsluhæfi og sögu.
 • Kostnaður vegna greiðslumats er kr. 5.500.-
 • Skrifstofan sendir bankanum upplýsingar um úthlutun þína en þú sækir svo sjálf/ur um greiðslumatið á heimasíðu bankans.
 • Fyrsti gjalddagi er samkomulagsatriði við bankann.
 • Lánareiknivél Landsbankans.

Eftirfarandi gögnum þarf að skila inn fyrir greiðslumat:

 • Best er að sækja um greiðslumatið í gegnum heimasíðu bankans með rafrænum skilríkjum:

https://www.landsbankinn.is/einstaklingar/lan-og-fjarmognun/greidslumat/

 • Ef þú ert ekki með rafræn skilríki þarftu að fá þér slík skilríki eða skila inn neðangreindum gögnum ásamt undirritun á skuldbindingayfirlit:
 • Skattskýrsla síðasta árs staðfest af skattayfirvöldum eða löggildum endurskoðanda.
 • Síðasta álagningarseðil skattstjóra.
 • Útprentun frá innheimtumanni Ríkissjóðs um skuldastöðu, fæst hjá Tollstjóranum í Reykjavík og sýslumönnum.
 • Staðgreiðslurskrá og launaseðlar/lífeyrisbætur síðustu 6 mánaða.
 • Afrit af greiðsluseðlum allra lána s.s. skuldabréfa, bílalána, og LÍN.
 • Yfirlit yfir aðrar skuldir svo sem raðgreiðslur, fjölgreiðslur og yfirdráttarheimildir.
 • Undirrituð beiðni um lánayfirlit (bankinn útvegar).