Miðvikudaginn 26. nóvember næstkomandi verður haldið annað gjaldkeranámskeið fyrir þá sem ekki komust þann 6. nóvember síðastliðinn.
Við hvetjum alla gjaldkera til að mæta á námskeiðið, hvort sem þú ert nýr i gjaldkerastarfinu eða með mikla reynslu af gjaldkerastörfum fyrir þitt búsetufélag.
Á námskeiðinu förum við yfir það hvenær á að skipta kostnaði jafnt og hvenær hann á að vera hlutfallsskiptur milli íbúða.
Einnig er farið yfir skjal sem við höfum hannað til að auðvelda gjaldkerum alla áætlanagerð í fjármálum sem og að kynna hana á aðalfundum.
Við förum líka yfir ársreikningagerð og skil á þeim til skrifstofu Búseta. Kynnt verður „skapalón“ sem hægt er að vinna ársreikningana í.
Námskeiðið verður haldið í nýjum fundarsal Búseta þann 26. nóvember nk. kl. 17:15 í Síðumúla 10, 108 Reykjavík.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Við vonum til að sjá sem flesta.
Skráning hér: https://forms.office.com/e/dbjmAs62nu