samgongustefna.jpg

Sjálfbærni

Hjá Búseta er lögð áhersla á sam­fé­lagsábyrgð og um­hverfisvernd

Með því að haga starf­sem­i Búseta á sam­fé­lags­lega ábyrgan hátt látum við gott af okkur leiða um leið og við stuðlum að heilbrigðum vexti sem er til hags­bóta fyrir félagsmenn og sam­fé­lagið í heild. Hjá Búseta er stunduð markviss stjórnun með það að leiðarljósi að bjóða upp á öruggt og traust húsnæði um leið og langtímahugsun er samofin menningu og starfsemi félagsins. Búseti starfar með sjálfbærni að leiðarljósi og leggur áherslu á að draga úr kolefnisspori félagsins og leggja sitt að mörkum til að draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar.

Stefnur Búseta

Búseta er umhugað að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum en Græn Búseta er hugtak sem félagið notar yfir vistvænar áherslur í rekstri sínum. Þær áherslur teygja sig víða þegar kemur að starfseminni.

Umhverfisstefna

Búseti hefur sett fram samgöngustefnu til að stuðla að bættu umhverfi og efla lýðheilsu. Búseti býður starfsfólki upp á samgöngusamning vilji þeir tileinka sér vistvænar samgöngur til og frá vinnu.

Samgöngustefna

Búseti leggur áherslu á að öryggismál séu höfð í öndvegi. Búseti leggur upp úr fagmennsku þegar kemur að framgangi verkefna á vegum félagsins. Stefna Búseta í málaflokknum er slysalaus starfsemi og vellíðan á vinnustað.

Heilsu- og öryggisstefna

Eins og fram kemur í starfs- og siðareglum Búseta skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kyns, kynþáttar, kynhneigðar, uppruna, litarhafts, trúarbragða, aldurs, fötlunar, hjúskapar- eða fjölskyldustöðu. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.

Stefna; Mannréttindi og mannauður

Markmið félagsins er að byggja, reka og viðhalda íbúðarhúsnæði til langs tíma í þágu félagsmanna. Félagið gætir hagsmuna allra félagsmanna með samfélagsábyrgð og langtímahugsun að leiðarljósi. Siðareglur félagsins gilda um alla starfsemi Búseta og dótturfélaga, alla starfsmenn og stjórnendur þess. Siðareglur birgja eru viðmið sem Búseti vinnur eftir í samskiptum við birgja.

Siðareglur Búseta

Siðareglur birgja

Hjá fyrirtækinu er lögð áhersla á góðan starfsanda, þar sem ríkir traust, trúnaður, jafnræði og hreinskilni milli allra starfsmanna. Starfsmönnum ber að temja sér kurteisi og háttvísi í framkomu og sýna hver öðrum tilhlýðilega virðingu og jákvætt viðmót.

Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi

Með persónuverndarstefnu er kveðið á um hvernig Búseti skuli safna, geyma og að öðru leyti meðhöndla persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Persónuverndarstefna

Búseti hefur sett fram stefnu um upplýsingaöryggi til að draga úr áhættu í starfsemi félagsins, ekki síst þegar kemur að rekstraráhættu og orðsporsáhættu. Þjónustan sem Búseti veitir snýst um að útvega einstaklingum húsnæði og fer félagið því með persónulegar og oft á tíðum viðkvæmar upplýsingar.

Stefna um upplýsingaöryggi

Með innkaupastefnu Búseta setur félagið sér að markmiði að öll innkaup séu eins gagnsæ og hagkvæm og kostur er. Innkaupastefnan nær til Búseta húsnæðissamvinnufélags, Leigufélags Búseta og þeirra verktaka sem á vegum félaganna starfa. Með þarfir félagsins að leiðarljósi skal leitað eftir eins hagkvæmri niðurstöðu og mögulegt er með tilliti til gæða, kostnaðar, rekstrarkostnaðar og umhverfissjónarmiða.

Innkaupastefna

Græn Búseta

Græn Búseta er hugtak sem Búseti notar yfir grænar áherslur í rekstri sínum. Þær teygja sig víða þegar kemur að starfseminni. Til þess að stuðla að umhverfisvernd erum við m.a. í samstarfi við Klappir, Orku náttúrunnar og Zipcar deilibílalausn. Mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins er gott samstarf við samfélögin sem er að finna í húsakynnum á vegum Búseta þar sem grænar áherslur eru í öndvegi.

Zipcar deilibílar

Rafhleðsla bifreiða

Samstarf um samfélag og umhverfi

Sjálfbær þróun í öndvegi

Festa

Búseti er aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Markmið Festu er að aðstoða fyrirtæki við að innleiða starfshætti um samfélagsábyrgð, auka vitund og hvetja til rannsókna um samfélagsábyrgð fyrirtækja í samvinnu við háskólasamfélagið. Búseti hefur verið aðili frá árinu 2017.

www.samfelagsabyrgd.is

Grænni byggð

Grænni byggð er vettvangur um vistvæna þróun byggðar. Hlutverk þess er að veita hvatningu og fræðslu um sjálfbæra þróun byggðar með það að markmiði að umhverfisáhrif frá mannvirkjagerð, -rekstri og niðurrifi séu lágmörkuð. Búseti hefur verið virkur aðili að Grænni byggð frá árinu 2012.

www.graennibyggd.is

Nordic Built

Markmið Nordic Built sáttmálans er að efla sjálfbæra þróun í mannvirkjagerð á Norðurlöndunum. Búseti undirritaði sáttmálann árið 2013 og hefur lagt sig fram um að þróa mannvirki og stuðla að manngerðu umhverfi þar sem leit­ast er við að auka lífs­gæði, nýta sjálf­bærni og staðbundn­ar auðlind­ir.

Nordic Built sáttmálinn

Stafræn þróun

Fyrir umhverfið

Búseti hefur frá árinu 2017 unnið að því að uppfæra ferla og þjónustu fyrir notendur með stafræna umbreytingu og hag umhverfisins að leiðarljósi.

Við höfum innleitt rafræna undirritun fyrir hluta af starfseminni og munum jafnt og þétt halda áfram á þeirri vegferð.

Stafræn þjónusta og rafræn undirritun sparar mikinn tíma fyrir notendur, dregur úr pappírsnotkun og kolefnisspori vegna bílferða.