Skrifstofa Búseta verður lokuð á aðfangadag, jóladag, gamlársdag, nýársdag og 4. janúar
Viðtal við arkitekta verkefnisins þau Aðalheiði og Falk hjá A2F Studio og Hlyn Örn Björgvinsson sem heldur utan um verkstýringu nýframkvæmda hjá Búseta.
Þar sem COVID-19 smitum fór að fjölga að nýju þá óskum við hjá Búseta eftir að dregið sé úr heimsóknum á skrifstofu félagsins að Síðumúla 10.
Opnað verður fyrir umsóknir í búseturétti við Árskóga 5 og 7 þriðjudaginn 22. september.
Veðrið lék við viðstadda og Vesturbærinn skartaði sínu fegursta þegar Búseti afhenti nýjar íbúðir við Keilugranda 1 og 3 dagana 4. og 5. júní.
Búseti húsnæðissamvinnufélag og Bjarg íbúðafélag hefja byggingu á sameiginlegum byggingarreit við Tangabryggju í Reykjavík
Búseti og Ístak hafa undirritað samning um byggingu fjölbýlishúss með 26 íbúðum við Tangabryggju
Vel sóttur aðalfundur Búseta var haldinn á Grand Hótel 28. maí. Sjö buðu sig fram til setu í aðalstjórn félagsins og fóru því fram kosningar á fundinum.
Búseti boðar til aðalfundar fimmtudaginn 28. maí 2020 kl. 17:00
Húsin við Árskóga 5 og 7 eru vel staðsett með góðu aðgengi að verslun og þjónustu. Elliðaárdalur er útivistarparadís sem íbúar munu njóta. Sala á búseturéttum við Árskóga hefst haustið 2020.
Framvegis lokar skrifstofa Búseta kl. 15:00 á föstudögum.
Mjög góð aðsókn á kynningarfund um Keilugranda 1-11 Um 150 manns mættu á kynningarfundinn
Fimmtudaginn 3. október kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur fyrir áhugasama um Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur.
Forsala á íbúðum við Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur hefst í haust. Í október verður haldinn kynningarfundur fyrir áhugasama.
Búseti er nú að hefja byggingu á 72 íbúðum við Árskóga í Mjódd og tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, fyrstu skóflustunguna að fjölbýlishúsunum fyrir helgi
Vel heppnaður aðalfundur Búseta var haldinn á Grand Hótel
Samningur við Jáverk um byggingu á 72 íbúðum við Árskóga í Mjódd
Aðalfundur Búseta verður haldinn fimmtudaginn 16. maí kl. 17:00 á Grand hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík
Tæplega 100 manns mættu á kynningarfundinn
Haldinn verður kynningarfundur um Skógarveg miðvikudaginn 8. maí kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í salnum Gullteig á Grand Hótel. Sígríður Ólafsdóttir aðalarkitekt hússins verður á staðnum til að svara fyrirspurnum.
Vinsamlegast athugið að verið er að vinna við uppfærslu á heimasíðunni og vegna þess verða tilteknir hlutar af vef Búseta með takamarkaða virkni á meðan. Á það t.d. við um hnappinn "Skráðu þig í félagið". Ef þú vilt skrá þig í félagið núna sendu þá tölvupóst með nafni, kennitölu og síma á [email protected] og þú fært kröfu fyrir inntökugjaldinu í netbanka þinn.
Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í apríl. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína.
Af óviðráðanlegum orsökum féll þjónustugjald niður á mörgum greiðsluseðlum í febrúar sl. þegar félagsgjaldið, árið 2019, var innheimt. Þjónustugjald vegna febrúar er því innheimt með búsetugjaldinu nú í apríl á þeim íbúðum þar sem það féll niður. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.
Nokkrar upplýsingar vegna skattskýrslugerðar viðaskiptavina Búseta og Leigufélags Búseta. Búseti kt. 561184-0709, lét forskrá búseturétt, eftirstöðvar lána og vaxtagreiðslur á skattskýrslur búseturétthafa. Kennitala Leigufélags búseta er 561001-3910.
Greiðsluseðlar vegna búsetugjalda nú í mars munu berast greiðendum seinna en vanalega vegna tæknilegra örðugleika. Þeir eiga þó að hafa borist greiðendum fyrir eindaga.
Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf- BÚS I lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum BUS 56. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 40 ára, með jöfnum greiðslum á föstum 3,55% ársvöxtum.
Búsetugjald í febrúar og mars er nokkuð hærra en í janúar og spila þar nokkrir þættir inn í.
Skrifstofa Búseta verður lokuð í þrjár vikur í sumar vegna sumarleyfa
Þessa dagana munu félagsmenn Búseta fá kröfur, í heimabanka og greiðsluseðla, vegna árgjaldsins 2019. Gjaldið er kr. 5.500.-. Börn undir 18 ára aldri verða rukkuð síðar á árinu.
Á næstu misserum munu eiga sér stað breytingar á starfsháttum Leigufélags Búseta. Leigufélagið er dótturfélag Búseta húsnæðissamvinnufélags og er með í útleigu 219 íbúðir á höfuðborgasvæðinu.
Búseti Húsnæðissamvinnufélag fékk á dögunum viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2018 samkvæmt samantekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Búseti er í 9. sæti af rúmlega 1.100 fyrirtækjum sem komust á listann.
Halldór Ellertsson hefur hætt störfum hjá félaginu eftir langt og farsælt starf. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í nýjum verkefnum í framtíðinni.
Búseti leitar að reynslumiklum og lausnamiðuðum smiði.
Meinleg villa slæddist inn í Fréttablaðsauglýsinguna okkar nú í september. Íbúðin á Kristnibraut 67 er sögð 4ra herbergja en er í raun 3ja. Beðist er velvirðingar á þessu.
Seljandi á búseturétti í Austurkór 90-301 hefur tekið hann úr söluferli. En samkvæmt reglum félagsins má hætta við söluferli búseturéttar fram að úthlutun hans.
Aðalfundur Búseta var haldinn 17. maí sl. á Grand Hótel. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir ársreikning félagsins og fram fór kynning á framtíðarverkefnum félagsins.
Skrifað var undir samning milli Búseta og Alverks í vikunni. Samningurinn er um byggingu fyrsta áfanga húsanna við Keilugranda 1 – 11 í Reykjavík.
Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í maí. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína.
Búseti hefur í samvinnu við Eldvarnabandalagið hvatt íbúa til að fara yfir eldvarnir á heimilum sínum og gera úrbætur eftir þörfum.
Aðalfundur Búseta verður haldinn á Grand Hótel kl. 17:00, þann 17. maí 2018.
Aðalfundur Búseta hsf. 2018 Grand Hótel Reykjavík, 17. maí kl. 17:00.
Framkvæmdir við 3ja áfanga í Smiðjuholtinu ganga vel og höfum við nú útbúið nýja sýningaríbúð. Hún er 2ja herbergja og er í Einholti 6.
Í vikunni hófst vinna við niðurrekstur á 266 súlum sem styrking undir sökkla fyrir komandi uppbyggingu við Keilugranda 1-11.
Alls voru 4 íbúðir í boði nú í janúar. Flestir sóttu um Laugaveginn. Enn eru tveir endursöluréttir óseldir í Þverholti 21, nú undir reglunni "fyrstur kemur - fyrstur fær".
Við höfum tekið í notkun nýtt símanúmer fyrir Búseta. Nýja númerið er 556 1000. Við erum hæstánægð með nýja númerið enda auðvelt að muna.
Þessa dagana munu félagsmenn Búseta fá kröfur, í heimabanka og greiðsluseðla, vegna árgjaldsins 2018. Gjaldið er kr. 5.500.- fyrir alla nema börn undir 18 ára aldri þá er það kr. 2.500.-.