pic7.jpg

Búseturéttur

Rekstrarform Búseta byggir á sjálfbærni og grænum áherslum

Kaup á búseturétti er valkostur fyrir þá sem vilja meira öryggi og festu en einkennir leigumarkaðinn en vilja ekki endilega kaupa fasteign. Þegar þú átt búseturétt þarftu ekki að hafa áhyggjur af ytra viðhaldi og öðru sem fylgir því að eiga og reka fasteign en þú sérð um eignina innan dyra.

Að eiga búseturétt felur í sér raunverulegt húsnæðisöryggi og langtímahugsun. Þegar búseturéttir eru auglýstir til sölu er almennt mikill áhugi fyrir þeim og ræður félagsnúmerið hver fær úthlutað (ef um er að ræða sama verðtilboð). Því lægra númer því betra og meiri líkur á að íbúðin verði þín. Því er gott að gerast félagsmaður fyrr en seinna.

Búseturéttur er þekkt form víða um heim, ekki síst á Norðurlöndunum þar sem fyrirkomulagið er útbreitt. Enda ræður búseturétthafi sínum málum að stærstum hluta sjálfur, leggur fram eigið fé en losnar undan háum kaup- og sölukostnaði, auk áhættu sem fylgir viðhaldsmálum og skuldsetningu.

Fyrir hverja?

Búseturéttur er fyrir alla sem vilja búa í vel byggðum húsum og njóta húsnæðisöryggis

Hvað er Búseturéttur?

Búseturéttur er millivegur milli leigu og eignar. Lagt er fram eigið fé til að kaupa búseturéttinn og svo greitt mánaðarlegt búsetugjald. Aðeins þú sem búseturéttarhafi getur ákveðið að selja búseturéttinn – því hann er óuppsegjanlegur. Ef þú ákveður að selja er uppgjör búseturéttarhafa uppreiknað kaupverð búseturéttar að frádregnum kostnaði við sölu og lagfæringar ef einhverjar eru.

Hvað er innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi?

Fjármagnskostnaður íbúðar, skyldutryggingar, fasteignagjöld, hússjóður, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóði. Þegar horft er til alls sem er innifalið í mánaðargjaldinu sést að um hagkvæman kost er að ræða.

Hvernig kaupi ég búseturétt?

Það er ekki flókið að kaupa búseturétt

Umsókn

  • Til að sækja um búsetuíbúð þarft þú að gerast félagsmaður í Búseta og færð þá úthlutað félagsnúmeri sem ræður forgangi í íbúðir. Árgjald fyrir félagsaðild er kr. 5.500.
  • Þú fylgist með lausum íbúðum en þær eru auglýstar á vef Búseta sem og í fasteignablaði Fréttablaðsins fyrsta virka þriðjudag hvers mánaðar. Þú getur einnig skráð þig á póstlista Búseta og færð þá tilkynningu þegar íbúðir eru auglýstar.
  • Þegar þú hefur fundið íbúð sem þér líst á sækir þú um hana á vef Búseta.

Úthlutun

  • Úthlutun fer fram daginn eftir að umsóknarfresti lýkur. Úthlutunarlisti hvers mánaðar er birtur kl. 10:00 á vef Búseta sama dag.
  • Umsækjendum er raðað í röð þar sem hæstbjóðandi er efstur. Þegar um sömu tilboðsfjárhæð er að ræða er farið eftir félagsnúmeri. Umsækjendur geta ekki boðið hærra en ásett verð.
  • Efsta umsækjenda er gefinn kostur á að ganga frá kaupum innan sjö virkra daga.

Undirskrift & afhending

  • Í vikunni eftir úthlutun hittast kaupandi og seljandi á skrifstofu Búseta og semja um afhendingardagsetningu.
  • Kaupandi greiðir búseturéttinn og umsýslukostnað og skrifað er undir bráðabirgðasamning. Um samningsgerð og afhendingu nýbygginga er fjallað um í sölugögnum hverju sinni.
  • Viku fyrir afhendingu eru lokaskil seljanda, þá er gerð úttekt á íbúð af Búseta í viðurvist kaupanda og seljanda.
  • Búsetusamningur er undirritaður og lyklar afhentir á skrifstofu Búseta. Við afhendingu greiðir kaupandi búsetagjald frá og með afhendingardegi skv. samningi.

Tengt efni

Viðskiptabanki Búseta er Landsbankinn. Hjá bankanum bjóðast sérkjör fyrir félagsmenn þegar fjárfest er í búseturéttum. Lánið getur verið allt að 50% af búseturétti, hámarksupphæð láns er tilgreind í auglýsingu. Lánstími er allt að 10 ár og miðað er við jafnar greiðslur eða jafnar afborganir.

Sjá nánar um lán

Leiðréttingin

  • Spurt og svarað - umsókn um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána: Ef þú hefur tekið verðtryggt lán til að kaupa búseturétt er reglan sú að þú hafir átt að færa það lán í kafla 5.2 í skattframtali þínu. Ef þetta lán var til staðar í skattframtali 2009 og/eða 2010 getur þú sótt um leiðréttingu á því. Lán sem búsetufyrirtækið hefur tekið til að kaupa/byggja húsnæðið telst ekki með við útreikning á leiðréttingunni. Sama á við um lán annarra lögaðila. Sjá nánar hér.

Kaupendur

  • Úrræði fyrir fyrstu kaupendur er ekki hægt að nýta vegna kaupa á búseturétti
  • Fordæmi eru fyrir því að fólk hafi getað nýtt séreignarsparnað til kaupa á búseturétti skv. eldri lögum/reglugerðum. Sjá nánar í reglugerð.

Reglugerð um ráðstöfun séreignarsparnaðar

Geti eintaklingur ekki sjálfur séð um kaup á búseturétti þarf hann að skila til Búseta undirrituðu og vottuðu umboði. Word útgáfu af umboði má sækja með því að smella á tengil hér fyrir neðan.

Umboð vegna kaupa á búseturétti