Gjaldkeranámskeið 6. nóvember

Búseti heldur gjaldkeranámskeið 6. nóvember nk. kl. 17:15

Í vor auglýsti Búseti fræðsluröð sem miðar að því að styrkja hlutverk og ábyrgð búsetufélaga og búa til umræðuvettvang fyrir búsetufélög og Búseta til að deila reynslu sinni og ræða um ýmis málefni.

Nú er komið að fyrsta námskeiðinu okkar það snýr að gjaldkerum búsetufélaga.

Hlutverk gjaldkera er afar mikilvægt og brýnt að kjörnir gjaldkerar hafi yfirsýn og þekkingu á þeirri ábyrgð sem gjaldkerastarfinu fylgir.

Á námskeiðinu verður farið yfir

  • Rekstraráætlanir
  • Ársreikninga
  • Reglur í kringum gjaldkerastarfið
  • Daglegan rekstur
  • Gjaldkeraskipti

Námskeiðið verður haldið í nýjum fundarsal Búseta þann 6. nóvember nk. kl. 17:15 í Síðumúla 10, 108 Reykjavík.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Við hvetjum alla gjaldkera, hvort sem þeir eru nýir eða búnir að starfa lengi að skrá sig hér:

https://forms.office.com/e/3sjupdmwm7