Við erum spennt að tilkynna að framkvæmdum á höfuðstöðvum Búseta er lokið – og nú bjóðum við félagsmenn velkomna í heimsókn til að sjá árangurinn með eigin augum!
✨ Gestum gefst tækifæri til að rölta um húsið, kynnast enn betur starfsemi félagsins og njóta þess að vera fyrstu gestirnir í nýjum fjölnota sal Búseta á þriðju hæð hússins. Borgarstjóri verður á staðnum til að klippa á borðann og formlega opna salinn – sannkallaðan vettvang fyrir fræðslu, fundi og fjölbreytta viðburði. Boðið verður upp á léttar veitingar.
📅 Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 11. september kl. 15:00–18:00 í Síðumúla 10.
🏡 Höfuðstöðvarnar hafa tekið algjörum stakkaskiptum: Önnur hæð hússins var endurnýjuð í hólf og gólf og ný 300 fermetra hæð er risin ofan á húsið. Þar er nýi fjölnota salurinn sem mun nýtast félagsmönnum á margvíslegan hátt – sem vettvangur fyrir samveru, lærdóm og lifandi samfélag.
Dagskrá:
15:00 Húsið opnar
16:00 Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri setur viðburðinn
16:10 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri Reykjavíkur ávarpar gesti
16:20 Jón Ögmundsson stjórnarformaður Búseta flytur erindi
16:25 Snorri Helgason flytur tónlistaratriði
16:30 Hlíf Böðvarsdóttir forstöðumaður kynnir viðburðadagskrá
18:00 Húsið lokar
🥂Við bjóðum félagsmenn velkomna til að vera með okkur og fagna þessum tímamótum í sögu félagsins.
Við biðjum gestina okkar vinsamlegast um að skrá sig á viðburðinn hér: https://forms.office.com/e/fRMSN0SuVM