Loka fyrir kalt vatn í Kópavogi

Lokað verður fyr­ir kalt vatn í Kópa­vogi frá klukk­an 22 á fimmtu­dags­kvöld og fram und­ir morg­un.

Lokað verður fyr­ir kalt vatn í Kópa­vogi frá klukk­an 22 á fimmtu­dags­kvöld og fram und­ir morg­un. Þessi lokun mun hafa áhrif á hús Búseta í Kópavogi.

Vegna vinnu við tengingu á nýjum miðlunartanki fyrir kalt neysluvatn í Kópavogi þarf að loka fyrir rennsli kalt vatns fimmtudaginn 20. mars frá kl. 22:00 og til kl. 04:00 að morgni 21. mars. Lokunin nær til alls Kópavogs fyrir utan Vatnsendahverfi,  (Þing og Hvörf ).

Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum.

Góð hugmynd gæti verið að fylla á vatnsflöskur fyrir klukkan 22.00 ef þörf er á fyrir nóttina og setja vatn í fötur til að skola nr. 2 úr klósettum.

Við bendum á að að þau sem eru með varmaskipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan.

Lokunin hefur ekki áhrif á vatnsöflun til Garðabæjar, en Vatnsveita Kópavogs sér Garðabæ fyrir varni.. 

Neyðarsími vatnsveitu er: 840-2690