Lokað vegna kvennaverkfalls

Skrifstofa Búseta er lokuð 24. október nk.

Skrifstofa Búseta verður lokuð föstudaginn 24. október vegna kvennaverkfalls.

Árið 2025 verða fimmtíu ár liðin frá því að konur hér á landi lögðu niður launuð sem ólaunuð störf sín og stöðvuðu þannig samfélagið á hinum sögulega Kvennafrídegi. Búseti styður jafnréttisbaráttu kvenna og munu konur sem starfa innan félagsins leggja niður störf þennan dag. Af þeim sökum verður afgreiðsla Búseta lokuð og önnur þjónusta takmörkuð. Við hvetjum fólk til að senda tölvupóst á buseti@buseti.is og verður erindinu svarað strax eftir helgi.

Ef erindið er brýnt er hægt að hafa samband í neyðarsíma Búseta 556-0112.