Mistök við útreikning á búsetugjaldi

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum

Þau leiðinlegu mistök urðu við útreikning á búsetugjaldi marsmánaðar að rangar tölur voru settar inn í viðhaldssjóðinn. Þetta á við um 300 búseturéttarhafa og tengist ekki hefðbundinni vísitöluhækkun milli mánaða. Unnið er að leiðréttingu og munu nýjar leiðréttar upphæðir koma fljótlega inn í heimabankann.

Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.