Það er komið sumar

Opnunartími og þjónusta í júlí og byrjun ágúst

Sumaropnunartími skrifstofu Búseta tekur gildi frá og með 1. júlí nk. til 11. ágúst nk.

  • Mánudaga - Föstudaga 10:00 - 12:00 og 13:00 - 15:00

Opnunartíminn á bæði við þá sem þurfa að sækja sér þjónustu á skrifstofuna sjálfa, sem og þá sem þurfa að hafa samband símleiðis.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér tæknina í tengslum við erindi sín t.d. við að:

Yfir hásumartímann verða margir starfsmenn í sumarfríi og því gæti mögulega orðið einhver bið á svörun fyrirspurna.  

Lausir búseturéttir verða auglýstir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar og yfir sumartímann þurfa óskir um sölumerferð á búseturéttum að berast með góðum fyrirvara

  • Fyrir ágúst auglýsinguna: fyrir 21. júlí nk.
  • Fyrir september auglýsinguna: fyrir 19. ágúst nk.

Sumarkveðja
Starfsfólk Búseta