Vel heppnað gjaldkeranámskeið hjá Búseta

Yfir 30 gjaldkerar úr búsetufélögum mættu á námskeið um störf gjaldkera, áætlanagerð og ársreikninga í nýjum fundarsal Búseta þann 6. nóvember

Vel heppnað gjaldkeranámskeið fór fram í nýjum fundarsal Búseta þann 6. nóvember. Þar komu saman rúmlega 30 gjaldkerar úr búsetufélögum til að fræðast um hlutverk sitt og styrkja sig í fjármálastjórnun og áætlanagerð.

Á námskeiðinu var fjallað um helstu verkefni gjaldkera, þar á meðal góðar vinnureglur, áætlunargerð og uppgjör, auk þess sem farið var yfir skil á ársreikningum og hvernig best er að kynna áætlanir á aðalfundum. Eftir námskeiðið fengu þátttakendur gögn og leiðbeiningar sem nýtast við daglegt starf, svo sem um góða vinnureglur, skapalón fyrir áætlunargerð og uppsetningu ársreiknings.

Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið og töldu það hafa verið þarft, hnitmiðað og gagnlegt. Einnig að fræðslan myndi auðvelda störf þeirra og auka skilning á ábyrgð þeirra innan búsetufélaga.

Búseti hyggst halda annað námskeið fljótlega fyrir þá sem ekki gátu mætt að þessu sinni. Það námskeiðið verður auglýst á næstunni og hvetjum við alla gjaldkera sem ekki komust á þetta námskeið til að mæta.