Frábær heildarlausn fyrir þá sem velja sér umhverfisvænni og bíllausan lífstíl
Búseti í samstarfi við Zipcar býður íbúum í Smiðjuholti upp á hagstæða, umhverfisvæna og auðvelda lausn á bílamálum.
Allir íbúar í Búseta við Einholt og Þverholt fá frítt meðlimagjald og er fyrsta klukkustund frí. Leiguverð fyrir íbúa er kr 1.400 fyrir klukkustund.
Innifalið er: Eldsneyti, tryggingar og 55 km/klst
Bílaumferð og mengun í borginni er of mikil en það hefur komið í ljós í erlendum borgum, þar sem Zipcar þjónustan er til staðar, að einn Zipbíll leysir af 15 einkabíla.
Bílastæði Zipcar er staðsett á horninu við Einholt, Stórholt og Skipholt