Spjallmenni Búseta

Hér finnur þú helstu upplýsingar varðandi spjallmenni Búseta

Almennur fyrirvari

Tilgangur Spjallmennisins er að auðvelda áhugasömum um að nálgast almennar upplýsingar um Búseta á einfaldan hátt hvenær sem er, þar sem spjallmennið er til taks alla daga, allan sólahringinn. Spjallmennið er í þjálfun, svo fyrirvari er á réttmæti upplýsinga. Vinsamlegast athugið að aldrei skal setja kortaupplýsingar í spjallið.

Fá samband við starfsmann

Ef óskað er eftir því að fá samband við starfsmann Búseta þarf að hringja í síma 556-1000 eða senda tölvupóst á buseti@buseti.is. Einnig er hægt að bóka tíma hjá starfsmanni hér.

Endurstilla spjallið

Til þess að byrja samtalið upp á nýtt er hægt að skrifa "Hefja nýtt samtal" eða smella á örvarnar efst í hægra horninu.

Netspjall og spjallmenni

Spjallmennið er stafrænn ráðgjafi en ekki starfsmaður Búseta. Búseti ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum frá spjallmenni Búseta. Allar aðgerðir í netspjallinu eru á ábyrgð notanda þess.

Vinsamlega sendið ekki kortaupplýsingar eða viðkvæmar upplýsingar í gegnum spjallið. Ef þú þarft að framkvæma fjárhagslegar aðgerðir, eins og að greiða félagsaðild, verður þú beðin/-nn um að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum. Notandi samþykkir að niðurstöðu auðkenningar sé miðlað til Auðkennis.

Gætið þess að fara aldrei frá netspjallinu á meðan það er opið. Notandi ber ábyrgð á að loka síðunni þegar netspjallinu er lokið.

Öll samskipti eru vistuð í gagnagrunni Búseta.

Uppfært 20. mars 2025