Aðalfundur Búseta 2020

Búseti boð­ar til að­al­fund­ar fimmtudag­inn 28. maí 2020 kl. 17:00

Aðalfundur Búseta verður haldinn fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 17:00 á Grand hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík. Aðalfundastörf verða samkvæmt samþykktum. Félagsmenn sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir að skrá þátttöku sína. Skráning fer fram hér

Framboð til setu í stjórn Búseta á aðalfundinum eru sem hér segir:

Formaður stjórnar Jón Ögmundsson er í framboði til endurkjörs.

Eftirtaldir einstaklingar hafa ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar Búseta sem meðstjórnendur.

  • Christine Einarsson
  • Einar Kristinn Jónsson
  • Finnur Sigurðsson (framboð til endurkjörs)
  • Hildur Mósesdóttir (núverandi varamaður í stjórn)
  • Jón Hreinsson (framboð til endurkjörs)
  • Ragnar Sær Ragnarsson
  • Valur Þórarinsson

Dagskrá samkvæmt samþykktum:

  1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
  2. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá.
  3. Ákvörðun um fjárhæð inntökugjalds og árlegs félagsgjalds.
  4. Ákvörðun um stjórnarlaun.
  5. Ákvörðun um framlag til varasjóðs.
  6. Tillögur að breytingum á samþykktum félagsins.
  7. Kosning formanns.
  8. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
  9. Kosning eins varamanns til tveggja ára.
  10. Kosning löggilts endurskoðanda til eins árs.
  11. Mál sem tiltekin eru í fundarboði.
  12. Önnur mál.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. Fundarboð birtist 9. maí í Fréttablaðinu. Formenn og gjaldkerar búsetufélaga fá einnig fundarboð.

Búseti hsf. 2019 Samstæðuársreikningur