Búseti í hnotskurn

Hvað viltu vita um Búseta?

Búseti er spennandi kostur fyrir fjölskyldur og einstaklinga á öllum aldri. Fasteignirnar eru af fjölbreyttum stærðum og gerðum á höfuðborgarsvæðinu og eru um 1.400 talsins.

Fyrirkomulagið er ekki flókið en þó er mikilvægt að kynna sér vel hvað það felur í sér.

Hér er að finna svörin við þeim spurningum sem kunna að vakna.

Félagsaðild í Búseta er öllum opin, óháð aldri eða búsetu. Með því að gerast félagsmaður í Búseta átt þú möguleika á fjölbreyttu úrvali íbúða á höfuðborgarsvæðinu

Nánar um félagsaðild

Allir félagsmenn 18 ára og eldri geta boðið í búseturétti. Lausir búseturéttir eru auglýstir fyrsta virka þriðjudag hvers mánaðar á vef Búseta undir íbúðir. Með því að smella á tengilinn getur þú skráð þig á póstlista og óskað eftir að fá upplýsingar um lausar íbúðir. Ekki þarf að að fara í greiðslumat til að kaupa búseturétt.

Nánar um kaup á búseturétti

Nánar um lánakjör vegna kaupa á búseturétti

Búseturéttarhafar greiða mánaðarlegt búsetugjald sem samanstendur af fjármögnun íbúðar og rekstrarkostnað.

Nánar um Greiðslur og framtal, vaxtabætur, íbúðir með tekjumarki og ráðstöfun séreignarsparnaðar.

Í húsum Búseta eru starfrækt húsfélög og eru þau kölluð búsetufélög. Búsetufélögin kjósa sér stjórn, setja sér reglur og bera ábyrgð á rekstri félagins. Helstu verkefni snúa að umsjón með sameign, svo sem stigahúsi, lóð, bílaplani o.s.frv.

Nánar um búsetufélög

Eitt af markmiðum Búseta er að sinna vel viðhaldi íbúða sinna og sýna fyrirhyggju. Í stórum dráttum skiptist viðhaldsábyrgð í þrennt:

  • Búseti (móðurfélag) ber ábyrgð á ytra viðhaldi.
  • Búseturéttarhafi (íbúi) ber ábyrgð á innra viðhaldi íbúðar.
  • Búsetufélag (húsfélag) ber ábyrgð á lóð og sameign.

Nánar um viðhald og endurbætur

Búseti sér um skyldutryggingar húsanna, þ.e. bruna- og húseigendatryggingar. Þær eru hjá TM. Íbúar sjá sjálfir um heimilis- og/eða innbústryggingar.

Ef tjón verður er mikilvægt að bregðast strax við og tilkynna það TM í síma 515-2000 eða 800-6700. Einnig skal hafa samband við skrifstofu.
Nánar um tjón og tryggingar

Búseturétthafa er óheimilt að framselja búseturétt sinn eða framleigja án skriflegs samþykkis stjórnar Búseta. Samkvæmt 16. grein samþykkta Búseta er framleiga ekki heimiluð nema búseturétthafi hafi brýna þörf fyrir hana, svo sem vegna tímabundins starfs, náms eða að ekki hafi tekist að selja búseturétt. Opna samþykktir Búseta

  • Hafi búseturéttarhafi í hyggju að framleigja íbúðina verður hann fyrst að senda umsókn þess efnis til Búseta. Á umsóknareyðublaði kemur fram hvaða fylgigögn þarf að senda með umsókn. Með því að smella á eftirfarandi tengil opnast umsókn um leyfi til tímabundinnar útleigu á búsetaíbúð
  • Ef stjórn Búseta veitir slíkt samþykki skal leigusamningur áritaður af félaginu. Leigusamningur sem gerður er án samþykkis Búseta er ógildur og getur félagið rift búsetusamningi við viðkomandi búseturéttarhafa, vikið honum úr félaginu og krafist útburðar leigjanda og/eða búseturéttarhafa.

Búsetusamningur er óuppsegjanlegur af hálfu félagsins. En óski búseturéttarhafi eftir að selja búseturétt sinn þá hefur hann samband við skrifstofu Búseta sem annast söluna.

Nánar um sölu á búseturétti

Búseturéttur erfist skv. 19. gr. laga um húsnæðissamvinnufélög og 16. gr. samþykkta Búseta. Andlát búseturéttarhafa þarf alltaf að tilkynna til skrifstofu Búseta eins fljótt og auðið er.

Tveir möguleikar eru í stöðunni fyrir erfingja, annars vegar að setja réttinn í söluferli og hins vegar taka hann yfir og búa í íbúðinni.

Andlát - upplýsingar um næstu skref

Reglur um dýrahald taka mið af 33. gr. laga um fjöleignarhús. Þegar um er að ræða íbúa sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang þá þarf samþykki 2/3 hluta íbúa.

Undantekning er í húsum Búseta við Einholt og Þverholt þar sem í upphafi var ákveðið að dýrahald væri bannað.

Bóka þarf fund á skrifstofu til að ganga frá eigendaskiptum vegna skilnaðar eða sambúðarslita. Aðilar máls geta komið saman eða í sitthvoru lagi

Skilnaður eða sambúðarslit - Næstu skref