Aðalfundur Búseta 2021

Vel heppnaður aðalfundur Búseta var haldinn á Grand Hótel

Aðalfundur Búseta var haldinn 27. maí sl. á Grand Hótel. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Jón Ögmundsson stjórnarformaður var endurkjörinn ásamt Helgu Eglu Björnsdóttur sem er í aðalstjórn félagsins. Jónína Lárusdóttir gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Eitt framboð barst til aðalstjórnar. Það var frá Ernu Borgnýju Einarsdóttur sem var sjálfkjörin á fundinum. Hún tók því sæti Jónínu sem var þakkað fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Þá var varastjórnarmaðurinn Gunnlaugur Magnússon jafnframt endurkjörinn.

Ásamt því að fara yfir fasta liði hefðbundinna aðalfundarstarfa fóru fram nokkrar kynningar. Óskar Páll Þorgilsson frá ON hélt kynningu um samstarf Búseta og ON hvað varðar þjónustu tengda rafbílahleðslum. Svava Bragadóttir frá Arkís kynnti nýjasta verkefni Búseta við Maríugötu í Urriðaholti í Garðabæ. Þá kynnti Ágústa Guðmundsdóttir hjá Búseta nýjan árs- og sjálfbærnivef Búseta ásamt því að fara yfir þróun og nýbyggingarverkefni félagsins.

Jón Ögmundsson formaður stjórnar flutti skýrslu stjórnar og Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri kynnti ársuppgjör samstæðunnar og flutti erindi með viðbótarupplýsingum um fjárhag og stöðu félagsins.

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2020

Fundargerð Aðalfundar Búseta hsf 2021

Nýkjörin stjórn Búseta 2021
Jón Ögmundsson, Helga Egla Björnsdóttir, Finnur Sigurðsson, Valur Þórarinsson, Gunnlaugur Magnússon, Hildur Mósesdóttir, Erna Borgný Einarsdóttir og Bjarni Þór Þórólfsson.