Aðalfundur Búseta

Vel heppnaður aðalfundur Búseta var haldinn á Grand Hótel

Aðalfundur Búseta var haldinn 16. maí sl. á Grand Hótel. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf, farið var yfir ársreikning félagsins og fram fór kynning á framtíðarverkefnum félagsins. Jón Ögmundsson stjórnarformaður var endurkjörinn ásamt stjórnarmönnunum Jónínu Lárusdóttur og Helgu Eglu Björnsdóttur. Þá var varastjórnarmaðurinn Gunnlaugur Magnússon jafnframt endurkjörinn. Sigríður Ólafsdóttir arkitekt hélt erindi um hönnun nýbygginganna við Skógarveg, Keilugranda og Árskóga. Farið var yfir svokölluð leiðarljós Búseta og grænar áherslur þegar kemur að nýframkvæmdum. Jón Ögmundsson flutti ávarp stjórnar og fór yfir þróun félagsins á liðnum áratug. Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri kynnti ársreikning félagsins.

Ársskýrsla Búseta 2018

Fundargerð aðalfundar Búseta