Afhending íbúða á Keilugranda

Veðrið lék við viðstadda og Vesturbærinn skartaði sínu fegursta þegar Búseti afhenti nýjar íbúðir við Keilugranda 1 og 3 dagana 4. og 5. júní.

Uppbygging á reitnum hefur gengið vel og allar áætlanir varðandi afhendingardagsetningar hafa staðist.

Það voru því kampakátir búseturéttarhafar sem fengu afhentar alls 46 íbúðir. Íbúðirnar við Keilugranda eru af mismunandi stærðum og tegundum en eitt meginmarkmiða Búseta við uppbyggingu á Keilugranda var að stuðla að fjölbreyttri íbúasamsetningu í skemmtilegu samfélagi á besta stað.

Frumbyggjar Keilugrandans koma víða að. Sumir eru að fjárfesta í sinni fyrstu fasteign en þar léku stúdíóíbúðirnar lykilhlutverk. Aðrir koma á Keilugrandann til að minnka við sig meðan aðrir sækjast eftir að stækka við sig. Hvoru tveggja kemur fólk nýtt inn hjá Búseta eða flytur sig milli Búsetaíbúða. Einhverjir eru að koma aftur heim í Vesturbæinn og sumir aftur heim til Búseta. Þar á meðal ein af stofnmeðlimum félagsins árið 1984 sem flytur aftur inn í íbúð á vegum Búseta eftir langt hlé.

Félagið er mjög stolt af húsunum við Keilugranda. Ekki síður er félagið stolt af góðum og glaðværum viðtökum nýrra íbúa.

Fulltrúar Búseta afhenda Helgu Elínborgu Jónsdóttur og Örnólfi Árnasyni fallega íbúð með útsýni til allra átta

Sigrún Harpa Stefánsdóttir alsæl með sína fyrstu íbúð.

Óðinn Páll Arnarsson átti fyrirhyggjusama móður sem skráði hann í félagið fyrir nokkrum árum. Hann er hér að taka við lyklunum að sinni fyrstu íbúð frá fulltrúa Búseta.

Kolbrún María ásamt Þórhalli Bjarna eru að flytja í sína aðra búsetaíbúð.