Biðjum fólk um að fara ekki inn á framkvæmdasvæði

Aðsókn í búseturétti við Maríugötu mikil

Aðsókn að búseturéttum við Maríugötu 7 er mikil og fólk hefur verið spennt yfir þessum búsetukosti. Að gefnu tilefni vill starfsfólk Búseta þó minna á að það er stranglega bannað að fara inn á byggingasvæði vegna hættu sem getur skapast.

Allar upplýsingar sem fólk vill fá um íbúðirnar og húsnæðið er hægt að nálgast á upplýsingavef Maríugötu, í kynningarbæklingi, á vef Búseta, undir Allar íbúðir Búseta eða með því að hringja í skrifstofu Búseta 556-1000

Þrívíddarteiknuð mynd sem gefur vísbendingu um útlit hússins