Breytingar á auglýsingu lausra búseturétta

Prentuð auglýsing verður birt í aldreifingarriti Morgunblaðsins

Búseti hefur á undanförnum árum birt auglýsingu með lausum búseturéttum í Fréttablaðinu fyrsta þriðjudag í mánuði. Nú hefur útgáfu blaðsins verið hætt. Við munum því birta auglýsingu í aldreifingarriti Morgunblaðsins fyrsta fimmtudag í mánuði.

Við munum eftir sem áður auglýsa lausa búseturétti á vef okkar, www.buseti.is frá fyrsta þriðjudegi í mánuði þar til umsóknarfrestur rennur út, ásamt því að senda tölvupóst til þeirra sem hafa skráð sig á póstlista Búseta. Þá nýtum við áfram reikninga okkar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram til að vekja athygli á lausum búseturéttum.