Búseti á topplista yfir Framúrskarandi fyrirtæki og Fyrirmyndarfyrirtæki 2022

Leigufélag Búseta framúrskarandi sjötta árið í röð

Búseti hsf. er í áttunda sæti á lista Framúrskarandi fyrirtækja 2022. Þá er Leigufélag Búseta Framúrskarandi fyrirtæki sjötta árið í röð. Það er Creditinfo sem greinir íslensk fyrirtæki. Alls 875 fyrirtæki eru á listanum.

Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sammerkt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla allra hag, að því er fram kemur í úttekt Creditinfo. Til að teljast Framúrskarandi þurfa fyrirtækin að uppfylla ströng skilyrði, varðandi lánshæfi, ársreikning, rekstrartekjur, rekstrarhagnað, eignarfjárhlutfall og fleira. Aðeins 2% fyrirtækja á Íslandi eru Framúrskarandi fyrirtæki 2022.

Þá hefur Viðskiptablaðið og Keldan útnefnt Búseta Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2022. Búseti er í 10. sæti í flokki stórra fyrirtækja sem og á heildarlista 1170 fyrirtækja. Til að teljast Fyrirmyndarfyrirtæki þurfa fyrirtæki að uppfylla ströng skilyrði er varða afkomu, tekjur, eignir og eignarfjárhlutfall. Til viðmiðunar eru rekstrarárin 2021 og 2020, en rekstrarárið 2019 er einnig notað til viðmiðunar.

Stjórn Búseta og starfsfólk er að vonum ánægt með góðan árangur í rekstri félaganna. Traustur rekstur er lykilatriði þegar kemur að húsnæðisöryggi og langtímahugsun.