Búseturétthafar eru almennt ánægðir með þjónustu Búseta

Ánægjuleg niðurstaða og gagnlegt safn upplýsinga til að gera gott félag enn betra

Rannsóknar- og upplýsingafyrirtækið Prósent framkvæmdi nýverið þjónustukönnun fyrir Búseta meðal búseturéttarhafa þar sem spurt var út í viðhorf þeirra til ýmissa þjónustuþátta er varða starfsemi Búseta. Svarhlutfall var gott eða 49,3%. Niðurstaðan var einkar ánægjuleg fyrir Búseta og mynda niðurstöður könnunarinnar gagnlegt safn upplýsinga til að gera gott félag enn betra.

Markmiðið með gerð þjónustukönnunarinnar var bæði að fá innsýn í hvað vel er gert og eins hvar hægt er að gera betur. Starfsfólk mun vinna úr svörunum sem bárust og hafa samband við þá sem gáfu heimild til þess. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir eru 80% búseturéttarhafa annað hvort mjög ánægðir eða frekar ánægðir með þjónustu Búseta. Þessi jákvæða niðurstaða ásamt gagnlegum skilaboðum frá þeim sem tóku þátt eru hvatning til að gera enn betur.

Einn þátttakandi var dreginn úr hópi svarenda. Sú heppna er Ragnheiður Halldórsdóttir og fékk hún 20 þúsund króna gjafakort, sem hún tekur við hér úr höndum Svanhildar Eiríksdóttur starfsmanns Búseta.