Tilkynning - Skrifstofa Búseta er lokuð aftur tímabundið vegna COVID-19

Þar sem COVID-19 smitum fór að fjölga að nýju þá óskum við hjá Búseta eftir að dregið sé úr heimsóknum á skrifstofu félagsins að Síðumúla 10.

Í samræmi við tilmæli stjórnvalda, eftir að Covid-19 smitum fór að fjölga að nýju, óskum við hjá Búseta eftir að dregið sé úr heimsóknum á skrifstofu okkar frá og með fimmtudeginum 17. september. Við viljum við gjarnan að erindum sé beint til okkar gegnum tölvupóst og síma þegar mögulegt er. Hér á vefsíðu Búseta er að finna símanúmer og tölvupóst allra starfsmanna. Einnig er hægt að senda okkur erindi á buseti@buseti.is.

Starfsfólk Búseta tekur á móti símtölum í síma 556 1000 alla virka daga frá kl: 10-12 og 13-16 (15:00 á föstudögum)

Við bendum á heimasíðu Búseta, þar eru fjölbreyttar upplýsingar um lausa búseturétti, fróðleikur um búseturéttarfyrirkomulagið og íbúðir í byggingu.

Ef erindið snýst um viðhaldsbeiðni þá bendum við á að hægt er senda inn viðhaldsbeiðni með því að smella hér.

Með þökk fyrir skilninginn.

Starfsfólk Búseta

Allar nánari upplýsingar um forvarnir gegn COVID-19 er að finna á vef landlæknis.

Úrræði vegna tekjumissis

Hjá Búseta hefur verið mynduð aðgerðaáætlun fyrir þá sem upplifa tíma­bundinn tekjum­issi vegna COVID-19 veirunn­ar. Sjá nánar hér COVID-19