Fyrsta skóflustunga tekin að Maríugötu

Maríugata er í Urriðaholti, umhverfisvottuðu hverfi í Garðabæ

Undirbúningur er hafinn að nýbyggingarframkvæmd við Maríugötu í Urriðaholti og var fyrsta skóflustunga tekin 19. nóvember sl. Búseti mun byggja 20 íbúða fjölbýlishús í útjaðri hverfisins, í nálægð við náttúruperlur og útivistarsvæði.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist í ársbyrjun 2022 og verða þær í höndum Íslenskra aðalverktaka. Arkís arkitektar sjá um hönnun hússins og verkfræðistofan Ferill um verkfræðihönnun.

Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta umhverfisvottaða hverfið á Íslandi og er í mikilli uppbyggingu. Hugmyndafræðin er að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks í sátt við umhverfið og náttúruna.

Sem fyrr leggur Búseti áherslu á að svara þörfum samfélagsins á hverjum tíma. Hjá félaginu er að finna mikla fjölbreytni í íbúðasamsetningu eftir tæplega fjörutíu ára starfsemi. Innan samstæðu Búseta eru í dag reknar um 1.200 íbúðir.

Skóflutstunga tekin að Maríugötu 7

Skóflutunga tekin. F.v. Hlynur Örn Björgvinsson verkefnastjóri byggingaframkvæmda hjá Búseta, Jón Ögmundsson formaður stjórnar Búseta, Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Garðabæjar, Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta, Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar og Þóroddur Ottesen Arnarson forstjóri Íslenskra aðalverktaka.

Bjart var yfir framkvæmdasvæði þegar skóflustunga var tekin