Íbúar velja raforkusala innan 30 daga frá flutningi

Átta fyrirtæki bjóða sölu á rafmagni

Við flutning í Búsetaíbúð sendir starfsfólk álestur rafmagnsmælis til viðkomandi rafmagnsveitu ásamt því að tilkynna um flutning. Í framhaldi verður íbúi að hafa samband við söluaðila rafmagns og gera samning um kaup á rafmagni. Ef það er ekki gert verður lokað fyrir rafmagnið að 30 dögum liðnum sem veldur bæði óþægindum og aukakostnaði fyrir íbúa.

Sala raforku er samkeppnisvara og bjóða átta fyrirtæki nú sölu á rafmagni. Þau eru í stafrófsröð Fallorka, HS Orka, N1 Rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar, Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Val á raforkusala er óháð búsetu. Dreifing rafmagns er aftur á móti í höndum sérleyfisfyrirtækja.

Við hvetjum íbúa til þess að bregðast við innan 30 daga frá flutningi svo ekki komi til óþæginda. Þess ber þó að geta að starfsfólk dreifiveitna slekkur ekki á rafmagninu fyrirvaralaust, að því er fram kom í viðtali við Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa Samorku í Morgunútvarpi Rásar 2 mánudaginn 27. júní, heldur sendir viðvaranir til notenda.