Kynningarfundur vegna Keilugranda 1-11 í október

Fimmtudaginn 3. október kl. 17:30 verður haldinn kynningarfundur fyrir áhugasama um Keilugranda 1-11 í Vesturbæ Reykjavíkur.

Aðalhönnuður húsanna Aðalheiður Atladóttir verður á staðnum til að svara fyrirspurnum.
Áhugsamir geta skráð sig á fundinn hér: SKRÁNING Á KYNNINGARFUND
Kynningarfundurinn verður haldin á Hótel Sögu kl. 17:30

  • Sala búseturétta hefst miðvikudaginn. 16. október
  • Umsóknarfrestur rennur út kl. 12:00 þann 30. október.
  • Úthlutun fer fram 31. október kl. 16:30 á Hótel Sögu í salnum Kötlu.

Við Keilugranda 1-3, 5-7, 9 og 11 verða fjögur fjölbýlishús með samtals 78 íbúðum. Auk þess verður á lóðinni sérstætt hús fyrir hjól sem íbúar í Keilugranda 1-3, 9 og 11 hafa aðgang að. Allar íbúðir á efri hæðum hafa svalir og íbúðir á jarðhæðum hafa sérafnotareiti. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2020. Aðal­hönnuðir eru Aðalheiður og Falk hjá A2F arkitektum.

Hér getur þú skráð þig til að fá upplýsingar um verkefnið við Keilugranda 1-11

Til að geta sótt um íbúð verður þú að vera félagsmaður í Búseta. Íbúðir í nýbyggingum Búseta eru auglýstar á föstu verði og félagsnúmer ræður röð umsækjenda.