Kynningarvefur fyrir Árskógaverkefni Búseta

Húsin við Árskóga 5 og 7 eru vel staðsett með góðu aðgengi að verslun og þjónustu. Elliðaárdalur er útivistarparadís sem íbúar munu njóta. Sala á búseturéttum við Árskóga hefst haustið 2020.

Við Árskóga 5 og 7 reisir Búseti tvö fjögurra hæða fjölbýlishús með alls 72 íbúðum. Við hönnun húsanna var lögð áhersla á góða nýtingu á rými um leið og þörfinni fyrir heppilega stærð íbúða var mætt. Við Árskóga 5 og 7 verður að finna stúdíó, tveggja og þriggja herbergja íbúðir. Húsin eru mjög vel staðsett á höfuðborgarsvæðinu, skammt frá stofnbraut og almenningssamgöngum.

Sjá kynningarvef hér