Nýjar íbúðir afhentar við Beimabryggju

Íbúar eru alsælir með íbúðirnar

Búseti afhenti í lok september 26 nýjar íbúðir við Beimabryggju. Íbúarnir eru þeir fyrstu sem flytja inn í húsnæði á þessum byggingareit í Bryggjuhverfi Reykjavíkur. Mikil uppbygging er á svæðinu og skemmtilegar hugmyndir varðandi framtíðarnýtingu þess.

Með nýju íbúðunum bætist enn í fjölbreytta íbúðasamsetningu félagsins. Íbúðirnar eru frá einstaklingsíbúðum upp í fjögurra herbergja og eru búnar öllum helstu nútímaþægindum. Búseti heldur því sem fyrr tryggð við breiðan hóp félagsmanna en félagið rekur í dag yfir 1.100 íbúðir víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum alsæl,“ var setning sem heyrðist við afhendinguna sl. fimmtudag. Sumir íbúanna eru að færa sig á milli Búsetuíbúða, ýmist að stækka eða minnka við sig. Einhverjir eru að koma utan af landi og sjá íbúðir Búseta sem gott tækifæri til að tryggja sér öruggt húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Vistvænar áherslur hjá Búseta

Hjá Búseta eru vistvænar áherslur alltaf í forgrunni og eru allar innréttingar og parket í Beimabryggju umhverfisvottað og endingargott. Vandað hefur verið til verka frá upphafi bæði til að auka hagkvæmni en ekki síður til að huga að hringrásarhagkerfinu.

Framkvæmdir við Beimabryggju gengu vel fyrir sig en fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2020. Á byggingarreitnum byggir einnig Bjarg íbúðafélag. Um verkfræðihönnun sá verkfræðistofan Ferill en arkitektahönnun var í höndum Arkþings. Byggingafélagið ÍSTAK sá um byggingaframkvæmdir.

Valbjörk afhendir hér eina af nýju íbúðunum

Ásgeir Sigurbergsson tekur við lyklum af íbúð sinni úr höndum Valbjarkar hjá Búseta

Íris Margrét hjá Búseta afhendir Elísabetu lykla af íbúðinni sem hún festi kaup á

Íris Margrét frá Búseta afhendir Elísabetu Sigurðardóttur lyklana að íbúðinni sem hún festi kaup á

Hér sést bakhlið hússins þar sem unnið er við stígagerð og sameiginlegan garð

Verktakar að störfum við stígagerð og sameiginlega garð aftan við húsið

Horft yfir Beimabryggju úr lofti. Myndin er þrívíddarteiknuð

Horft yfir Beimabryggja úr lofti. Myndin er þrívíddarteiknuð