Nýjar íbúðir til sölu í Beimabryggju

Sala á 26 búseturéttum hefst þriðjudaginn 20. apríl. Um er að ræða stúdíó, 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir sem eru á spennandi uppbyggingasvæði Reykjavíkurborgar.

Sala og kaupferli

  • Næstkomandi þriðjudag 20. apríl kl. 12:00 fara í sölu 26 íbúðir við Beimabryggju 42.
  • Fyrirhugað er að vera með opið hús í lok apríl fyrir áhugasama. Nánari tímasetning og skráning verður kynnt í næstu viku.
  • Umsóknarfrestur stendur til kl. 16:00 mánudaginn 3. maí. Úthlutun fer svo fram 5. maí, kl. 12:00 með rafrænum hætti.
  • Til að geta sótt um íbúð verður þú að vera félagsmaður en hægt er að skrá sig í Búseta hér GERAST FÉLAGI.
  • Athugið að íbúðir í nýbyggingum Búseta eru auglýstar á föstu verði og félagsnúmer ræður röð umsækjenda.
  • Afhending íbúða fer fram seinnihluta septembermánaðar.
  • Söluvefur verkefnisins: BEIMABRYGGJA.BUSETI.IS

Staðsetningin er einstök, í nánd við sjóinn og Elliðárvog

Verkefnið er hluti af GRÆNA PLANI Reykjavíkurborgar við Ártúnshöfða og Elliðaárvog þar sem stuðlað er að sjálfbærri þróun borgarumhverfisins með hágæða almenningssamgöngum. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að Ártúnshöfði og Elliðaárvogur er stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur. Áætlað er að þar rísi allt að átta þúsund íbúðir og þrír grunnskólar í fullbyggðum borgarhluta í bland við þjónustu og aðra atvinnustarfsemi á næstu árum. Við Elliða­árvog verða fjöl­margir afþrey­ing­ar­mögu­leikar s.s. sund­laug, sjósund, kajak­aðstaða og almenn­ings­svæði fyrir afslappaða samveru. Miklir möguleikar eru til samgönguhjólreiða, góðra lífsgæða, uppbyggingar íbúða fyrir alla og síðast en ekki síst, grænt og fallegt hverfi.