Nýtt bókunarkerfi tekið í notkun

Núna getur þú bókað tíma hjá starfsfólki Búseta

Skrifstofa Búseta hefur flutt sig tímabundið í húsið við hliðina að Síðumúla 12. Þetta er vegna framkvæmda á höfuðstöðvum félagsins að Síðumúla 10. Þið finnið okkur m.ö.o. á annarri hæðinni í húsi Kjaran. Til að geta þjónað þeim sem leita til okkar á þessu tímabili sem best höfum við tekið upp bókunarkerfi (Bookings) sem gerir okkur kleift að sinna sem best þeim sem til okkar leita. Þetta er mikilvægt þar sem þrengra er um okkur á meðan á framkvæmdunum stendur og aðgengi ekki eins gott.

Vinsamlegast notið þennan hlekk til að bóka heimsókn og við tökum vel á móti ykkur. https://outlook.office365.com/book/Bseti1@buseti.is/.

Með þökk fyrir skilninginn.

Starfsfólk Búseta