Opnunartími skrifstofu ekki takmarkaður í júlí

vegna breyttra aðstæðna hefur verið hætt við að takmarka opnunartíma skrifstofu

Opnunartími skrifstofu Búseta verður ekki takmarkaður í júlí eins og auglýst hafði verið. Þetta byggir einkum á því að fyrirhugaðar framkvæmdir við höfuðstöðvar félagsins við Síðumula 10 hefjast seinna en áætlað var.

Lausir búseturéttir verða auglýstir 4. júlí og því þurfa uppsagnir að berast skrifstofu í síðasta lagi miðvikudaginn 28. júní.