Samið við Alverk um byggingu húsa við Keilugranda 1-11

Skrifað var undir samning milli Búseta og Alverks í vikunni. Samningurinn er um byggingu fyrsta áfanga húsanna við Keilugranda 1 – 11 í Reykjavík.

Skrifað var undir samning milli Búseta og Alverks í vikunni. Samningurinn er um byggingu fyrsta áfanga húsanna við Keilugranda 1 – 11 í Reykjavík. Þegar er þó ákveðnum áfanga lokið hvað grundun húsanna varðar, en Ístak hefur lokið við niðurrekstur á 266 forsteyptum súlum sem húsin munu hvíla á. Gert er ráð fyrir að sala íbúða við Keilugranda hefjist í ágúst 2019 að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar um mitt ár 2020.