Kynning og sala á Skógarvegi 16

Haldinn verður kynningarfundur um Skógarveg miðvikudaginn 8. maí kl. 17:30. Fundurinn verður haldinn í salnum Gullteig á Grand Hótel. Sígríður Ólafsdóttir aðalarkitekt hússins verður á staðnum til að svara fyrirspurnum.

Miðvikudaginn 8. maí nk. verður haldinn kynningarfundur um nýbygginguna að Skógarvegi 16. Fundurinn verður haldinn í salnum Gullteig á Grand Hótel og hefst hann kl. 17:30.
Áhugsamir geta skráð sig á fundinn hér: SKRÁNING Á KYNNINGARFUND

  • Sala búseturétta hefst fimmtud. 9. maí og er umsóknarfrestur til kl. 12:00 þann 21.
  • Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins miðvikudaginn 22. maí, kl. 16.

Skógarvegur 16 er tuttugu íbúða fjölbýlishús neðarlega í Fossvogsdalnum. Íbúðirnar tuttugu skiptast í ellefu 2ja herbergja og níu 3ja herbergja. Allar íbúðirnar verða með sérinngangi af svalagangi, sem er aflokaður að hluta og með stæði í bílageymslu. Lyfta tengir bílakjallara við efri hæðir hússins. Aðal­hönnuður er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar í lok árs 2019.

Hér getur þú skráð þig til að fá upplýsingar um verkefnið við Skógarveg 16 í Reykjavík.