Söluferli íbúða við Hallgerðargötu er hafið

Í dag hófst söluferli 37 íbúða við Hallgerðargötu 24 og 26.

Íbúðirnar eru auglýstar á vef Búseta, www.buseti.is og á vef bygginingarverkefnisins hallgerdargata.buseti.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið og nærumhverfið.

Á vefsíðunni er hægt að nálgast frekari upplýsingar um íbúðirnar, svo sem stærð, aðbúnað, verð búseturéttar og mánaðarlegt búsetugjald.

Hallgerðargata 24 og 26 eru tvö glæsileg hús með sameiginlegan bílakjallara. Íbúðirnar eru fjölbreyttar að stærð og gerð, tveggja til fimm herbergja, allt frá 60 m² til rúmlega 140 m² að stærð, búnar öllum helstu nútímaþægindum.

Í þessu verkefni felst samstarf milli Búseta og Brynju, sem er leigufélag á vegum Öryrkjabandalagsins. En Búseti byggir fimm íbúðir fyrir Brynju um leið og félagið byggir 37 íbúðir fyrir félagsmenn sína. Þannig felur verkefnið í sér samtals 42 íbúðir.

Hér er nýlegt myndskeið sem sýnir hversu vel framkvæmdin gengur.