Söluferli íbúða við Hallgerðargötu hefst 2. apríl

Í húsunum tveimur eru 42 íbúðir af mismunandi stærðum og gerðum

Þann 2. apríl nk. mun Búseti setja í sölu 37 búseturétti við Hallgerðargötu 24 og 26. Áætlað er að afhenda íbúðirnar á þriðja ársfjórðungi þessa árs.

Um er að ræða tvö glæsileg hús með sameiginlegan bílakjallara. Íbúðirnar verða fjölbreyttar að stærð og gerð, tveggja til fimm herbergja, allt frá 60 m² til rúmlega 140 m² að stærð, búnar öllum helstu nútímaþægindum.

Í þessu verkefni felst samstarf milli Búseta og Brynju, sem er leigufélag á vegum Öryrkjabandalagsins. En Búseti byggir fimm íbúðir fyrir Brynju um leið og félagið byggir 37 íbúðir fyrir félagsmenn sína.

Heilsíðuauglýsing verður birt í Morgunblaðinu innan skamms og allar íbúðirnar auglýstar á vef Búseta, www.buseti.is. Þar verður jafnframt hægt að nálgast frekari upplýsingar um íbúðirnar, svo sem stærð, aðbúnað, verð búseturéttar og mánaðarlegt búsetugjald. Einnig minnum við á vef bygginingarverkefnisins við Hallgerðagötu, hallgerdargata.buseti.is þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um verkefnið og nærumhverfið.