Þjónustukönnun Búseta fyrir búseturéttarhafa

Könnunin verður framkvæmd í maí af Prósent

Nú í maímánuði framkvæmir Búseti þjónustukönnun meðal búseturéttarhafa. Framkvæmdaraðili þjónustukönnunarinnar er rannsóknarfyrirtækið Prósent.

Við hvetjum búseturéttarhafa til að taka þátt en markmiðið er að bæta enn frekar þjónustu Búseta. Það tekur um 5 mínútur að svara könnuninni og eftir að könnun lýkur munum við draga út einn þátttakanda sem hlýtur 20.000 kr. gjafakort.

Persónuvernd og trúnaður

Prósent lætur aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda nema með upplýstu samþykki. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar er að finna í persónuverndarstefnu Prósents.