Hér má sjá úthlutunarlistann vegna endursöluíbúða nú í maí. Úthlutun fer fram á skrifstofu félagsins, Síðumúla 10, kl. 12:00 í dag. Mikilvægt er að efstu tveir á listanum mæti til að staðfesta úthlutun sína.
Vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar er búið að taka nöfn félagsmanna út af úthlutunarlistanum, þannig að nú þurfa félagsmenn að muna númerið sitt til að finna út hvar í röðinni þeir eru. Númerið má finna á mínum síðum á heimasíðunni, þ.e. við innskráningu eins og þegar sótt er um íbúð.