Vel heppnað skuldabréfaútboð Búseta

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf- BÚS I lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum BUS 56. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 40 ára, með jöfnum greiðslum á föstum 3,55% ársvöxtum.

Fagfjárfestasjóðurinn Landsbréf- BÚS I lauk í dag útboði á skuldabréfum í flokknum BUS 56. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður, til 40 ára, með jöfnum greiðslum á föstum 3,55% ársvöxtum. Skuldabréfin fela ekki í sér bein veð en allar eignir fagfjárfestasjóðsins Landsbréf BÚS I standa til tryggingar á greiðslu skuldabréfanna.

Boðin voru til sölu skuldabréf fyrir allt að 5.000 milljónir króna með fastri ávöxtunarkröfu 3,55%. Alls bárust 9 tilboð í skuldabréfaflokkinn að nafnvirði 3.740 milljónir króna og var þeim öllum tekið. Heildarstærð skuldabréfaflokksins BUS 56 að sölu lokinni verður 11.840 milljónir króna að nafnvirði. Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til endurfjármögnunar á hluta núverandi skulda og nýrra verkefna Búseta hsf.
Markaðsviðskipti Landsbankans höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna.