Verðandi framhaldsskólanemar í starfskynningu

Tveir nemar úr Hörðuvallaskóla kynna sér starfsemi Búseta

Tveir nemendur úr 10. bekk Hörðuvallaskóla komu í starfskynningu til Búseta í vikunni. Nemendurnir heita Góa Kolbrún Skúladóttir og Ísabella Rós Magnúsdóttir og vildu þær kynna sér störf sérfræðinga fyrirtækisins.

Það er virkilega gaman að fá að kynna fyrir ungu fólki starfsemi Búseta og ánægjulegt að ungt fólk skulu horfa til fyrirtækisins þegar kemur að starfskynningu.

Við þökkum Góu Kolbrúnu og Ísabellu Rós fyrir samveruna á starfskynningardaginn.

Ísabella Rós kynnir sér starfs Hlyns Arnar í verkstýringu byggingarframkvæmda

Góa Kolbrún fékk að fylgjast með fundi Þjónustu- og samskiptasviðs

Góa Kolbrún að kynna sér hönnun mánaðarlegu auglýsingar búseturétta hjá Svanhildi