Rafhleðsla bifreiða

Búseta er umhugað um finna heppilegustu lausnir í rafhleðslumálum í ljósi aðstæðna á hverjum stað

Beimabryggja 42

Við Beimabryggju er rafhleðslukerfi frá Ísorku. Íbúar greiða sjálfir fyrir eigin notkun með hleðslulykli og appi frá Ísorku. Smellið hér til að fara á vef Ísorku.

Keilugrandi 1-11

Við Keilugranda hefur Orka Náttúrunnar sett upp tvær rafhleðslustöðvar norðan og sunnan megin lóðarinnar og duga þær fyrir fjóra rafbíla. Hver notandi greiðir sína notkun í gegnum ON-lykil eða í gegnum ON-appið. Hér er tengill í umsókn um ON-lykil og hér má sækja ON-appið. Í hleðslustöðvunum eru 22kW hleðslur. Notkun færist beint á kortið sem notandi hefur skráð á Mínum síðum og reikningur birtist þar einnig. Uppsetning hleðslustöðvanna eru þess eðlis að hæglega má fjölga rafhleðslum sé þess óskað af húsfélagi.

Skógarvegur 16

Íbúum við Skógarvegi 16 gefst kostur á að setja upp rafhleðslustöð í bílakjallara með einföldum hætti i samstarfi við fyrirtækið Orku náttúrunnar. Búseti hefur komið fyrir lögnum að öllum bílastæðum í bílakjallara. Hleðslukerfið er með álagsstýringu í takti við nútímakröfur. Ef íbúi vill kaupa rafhleðslustöð getur hann pantað hana í gegnun netfangið on@on.is. Orka náttúrunnar sér um að setja upp stöðina. Nánari upplýsingar um rafhleðslulausn Orku náttúrunnar er að finna á vef fyrirtækisins on.is

Fróðleikur um Rafbíla

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tekið saman gagnlegar upplýsingar um rafhleðslu, rafbíla, öryggismál og fleira.