Umhverfisstefna
Búseta er umhugað að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum en Græn Búseta er hugtak sem félagið notar yfir vistvænar áherslur í rekstri sínum. Þær áherslur teygja sig víða þegar kemur að starfseminni.
Við höfum valið heimsmarkmiðin Aukinn Jöfnuður – Sjálfbærar borgir og samfélög – Heilsa og Vellíðan – Ábyrg neysla – Sjálfbær orka og samræmt þau við stefnu okkar í umhverfismálum.
Með umhverfisáherslum Búseta stuðlum við að því að íbúar búi í heilnæmu húsnæði en það er beinn ávinningur félagsins að tryggja góð umhverfisgæði og vellíðan íbúa. Í allri starfsemi Búseta er horft til frambúðar. Slík langtímahugsun er ekki gerleg án ríkulegrar umhverfisvitundar.
Vatns-, orku- og endurvinnslustefna
Búseti leggur sig fram við að flokka allan úrgang á skrifstofum sínum og stefnir á enn hærra flokkunarhlutfall með hverju árinu. Unnið er með vistvænan pappír og innanhúss eru ljósritunarvélar með vistvottun. Auk þess reynir félagið að tryggja góð skilyrði úrgangsflokkunar hjá öllum íbúum þess. Þá er einnig markvisst fylgst með orkunotkun og dregið úr orkunotkun með ýmsum hætti. Sama gildir um vatnsnotkun.
Meginmarkmið Búseta í umhverfismálum grundvallast á:
- Fræða og hvetja. Félagið vill efla þekkingu og umhverfisvitund með fræðslu til íbúa, starfsfólks og verktaka um umhverfismál.
- Sjálfbær mannvirki. Við nýframkvæmdir, endurbætur og viðhald fasteigna stuðlar félagið að umhverfisvænni byggingum. Leiðarljós okkar við hönnun og efnisval grundvallast á heilnæmi og líftímanálgun efna.
- Vistvæn innkaup. Leitast er til þess að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu umfram aðra á öllum sviðum starfseminnar.
- Flokkun og endurvinnslu. Samhliða áherslum um vistvæn innkaup hefur Búseti sett sér markmið um lágmörkun úrgangs og aukið endurvinnsluhlutfall.
- Ábyrg orkunotkun. Við viljum draga úr orkunotkun, ekki síst við notkun óendurnýjanlegra orkugjafa. Áhersla er á stafrænar lausnir, orkuskipti og gott orkueftirlit.
- Virkir samgöngumátar. Við viljum hjóla og ganga meira og bjóðum upp á samgöngusamninga til að hvetja til þess. Auk þess er aðgengi íbúa að góðum almenningssamgöngum lykilatriði.
- Mælanleg markmið. Innan Búseta er starfrækt umhverfisnefnd sem innleiðir markmið og mælikvarða. Árlega gefur Búseti út UFS sjálfbærnisskýrslu byggt á umhverfisstjórnunarkerfi Klappa. Við stefnum á áframhaldandi kolefnisjöfnun á starfsemi félagsins samhliða mælanlegum loftslagsmarkmiðum.
Staðfesting á kolefnisjöfnun
Upprunaábyrgð raforkusala
Rafræn reikningsviðskipti