Með innkaupastefnu Búseta setur félagið sér að markmiði að öll innkaup séu eins gagnsæ og hagkvæm og kostur er. Innkaupastefnan nær til Búseta húsnæðissamvinnufélags, Leigufélags Búseta og þeirra verktaka sem á vegum félaganna starfa. Með þarfir félagsins að leiðarljósi skal leitað eftir eins hagkvæmri niðurstöðu og mögulegt er með tilliti til gæða, kostnaðar, rekstrarkostnaðar og umhverfissjónarmiða. Í þessu samhengi er mikilvægt að horfa á tengdan og óbeinan kostnað t.a.m. vegna förgunar. Með ofangreint að augnamiði skal:
Nýta kosti rafrænna viðskipta með skilvirkni að leiðarljósi.
Búseti leggur áherslu á vistvæn innkaup. Það felur í sér að starfsfólk velur vörur eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfi og heilsu fólks. Þá er lögð rík áhersla á líftímanálgun með langa endingu þeirra vara sem valdar eru í huga.Við veljum umhverfismerktan pappír, prentþjónustu, hreinlætisefni, skrifstofuvörur, salernispappír, húsgögn og efnavörur.
Framkvæmdastjóri í samstarfi við fjármálastjóra og forstöðumann fasteignaumsjónar sjá um innleiðingu innkaupastefnunnar. Sömu aðilar sjá til að henni sé framfylgt og meta reglulega árangur af þeim markmiðum sem sett hafa verið og setja sér önnur markmið í ljósi reynslunnar.
Innkaupastefna Búseta er sett af stjórn að fenginni tillögu frá framkvæmdastjóra félagsins. Stefnan gildir frá staðfestingu stjórnar.
Uppfært 24. október 2023