Skilmálar félagsaðildar

1.    Þín félagsaðild

  • Umsækjanda er kunnugt um eðli starfsemi Búseta ásamt samþykktum og lögum sem gilda um húsnæðissamvinnufélög.
  • Félagsaðild er persónubundin við skráðan félaga.
  • Þegar árgjald hefur verið greitt fær félagi úthlutað félagsnúmeri í þeirri röð sem þeir ganga í félagið.
  • Félagsaðild veitir rétt til þess að sækja um húsnæði á vegum Búseta.
  • Félagsmönnum er skylt að fara eftir samþykktum félagsins og öðrum reglum sem félagið eða stjórn þess setur innan marka samþykktanna og laga.
  • Atkvæðisrétt á fundum félagsins öðlast félagsmenn við sjálfræðisaldur.
  • Félagsmenn geta sagt sig úr félaginu og skulu þeir gera það með sannarlegum hætti. Hafi félagsmaður ekki greitt árgjald tvö ár í röð skal hann strikaður af félagsskrá í lok síðara ársins sem hann greiðir ekki félagsgjaldið.

2.    Félagsgjald og gildistími

  • Félagsaðild er ótímabundin og endurnýjast árlega komi ekki til uppsagnar.
  • Félagsaðild er gild frá greiðsludegi og eitt ár fram í tímann.
  • Inntökugjald og árlegt félagsgjald er ákveðið á aðalfundi Búseta.
  • Einstaklingar undir 18 ára aldri borga hálft félagsgjald, einnig árið sem þeir verða 18 ára.

3.    Greiðsla félagsgjalda

  • Árlegt félagsgjald er skuldfært með greiðslukorti.
  • Áskriftartímabilið er 12 mánuðir frá þeim degi sem skráning á sér stað.
  • Kreditkort eru skuldfærð daginn áður en áskrift rennur út.
  • Kreditkortanúmer eru ekki geymd á vefþjónum Búseta, búið er til sérstakt sýndarnúmer sem notað er við endurnýjunargreiðslur.
  • Ef félagsmaður skiptir um kreditkort þarf að uppfæra þær upplýsingar á Minn Búseti.
  • Til þess að koma í veg fyrir sjálfvirka greiðslu þarf uppsögn á félagsaðild að berast 30 dögum fyrir endurnýjun.
  • Uppsögn félagsaðildar fer fram í gegnum mínar síður undir breyta félagsaðild.
  • Til að veita sem besta þjónustu geymir Búseti upplýsingar um nafn, heimilisfang, tölvupóstfang, símanúmer og kennitölu.
  • Meðferð persónuupplýsinga Búseta er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
  • Búseti leggur áherslu á öryggi og trúnað þegar um er að ræða upplýsingar sem snerta félagsmenn og brýnir fyrir starfsmönnum að halda þann trúnað.